Lokasóknin er hafin - byr í seglum VG

Þessi könnun bendir til þess að mjög mjótt sé á munum milli stjórnar og stjórnarandstöðu.  Það er raunhæfur möguleiki að fella ríkisstjórnina og mynda nýja stjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka.

Öll viðbrögð stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins ganga út á hræðsluáróður þessa síðustu daga.  Þeir telja að ekki sé hægt að mynda hér trausta ríkisstjórn nema undir þeirra eigin forystu.  Þetta er að sjálfsögðu bábylja.  Stjórn sem leggur megináherslu á velferðarmál, umhverfismál, jafnrétti og jöfnuð þarf að taka við af þeirri sem nú situr.  Það verður best tryggt með öflugum stuðningi við Vinstri græn.  Lokasóknin er hafin og það er byr í seglum Vinstri grænna.


mbl.is Samfylking og VG bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er að bretta upp ermarnar og spýta í lófana:

Áfram Árni Þór og okkar fólk með góða stefnuskrá.

Mosi alias

Guðjón Sigþór Jensson, 10.5.2007 kl. 13:53

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Endilega að taka þátt í æsispennandi kosningagetraun:

http://www.sigfus.blog.is/blog/sigfus/entry/207012/

Glæsilegir vinningar í boði....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.5.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband