Spennan eykst

Þá er kjördagur að kvöldi kominn, aðeins hálfönnur klukkustund þar til fyrstu tölur birtast.  Spennan magnast.

Dagurinn í dag hefur verið viðburðaríkur, ég hef farið milli kosningamiðstöðva okkar Vinstri grænna hér á höfuðborgarsvæðinu, gengið um bæinn og heimsótt kosningamiðstöðvar Samfylkingar og Frjálslyndra.  Þannig að ég hef í dag hitt fjöldann allan af fólki og það er einmitt það sem er hvað skemmtilegast á kjördegi.

Stemningin hjá okkur Vinstri grænum er gríðargóð, við erum sannfærð um að ná góðum árangri í þessum kosningum og jafnvel tvöfalda fylgi okkar frá því síðast.  Það væri þá um stórsigur að ræða í pólitísku sögulegu samhengi.  Mikilvægast er að sjálfsögðu að ríkisstjórnin missi meirihluta sinn svo núverandi stjórnarandstaða geti tekið við stjórnartaumunum og innleitt jöfnuð, réttlæti og virðingu fyrir umhverfi og náttúru inn í landsstjórnina.

Við sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband