Ingibjörg getur enn orðið forsætisráðherra

Nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er sprungin á limminu kemur upp nú staða. Það eru allar forsendur til að mynda velferðar- og félagshyggjustjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Vinstri græn og Framsóknarflokkur eru sammála um að leggja til við forseta Íslands að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái umboð til stjórnarmyndunar og myndi stjórn þessara þriggja flokka.

Reynt hefur verið að halda því fram að tortryggni milli VG og Framsóknar kæmi í veg fyrir samstarf þeirra í ríkisstjórn. Þetta er vitaskuld alrangt. Vinstri græn hafa ALDREI hafnað þeim kosti, enda þótt málefnaágreiningur hafi verið milli flokkanna á liðnum árum, rétt eins og milli Framsóknar og Samfylkingar. En við stjórnarmyndun horfa menn til framtíðar og slá striki yfir hið liðna - nema hvað?

Nú er einungis spurning hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veldur félögum sínum á trúnó.is vonbrigðum og bendir á karlinn Geir Hilmar Haarde til að mynda næstu ríkisstjórn. Hver mun nú klúðra hinu sögulega tækifæri? Jafnaðar- og félagshyggjufólk í flokkunum þremur hlýtur að hvetja til þess að mynduð verði öflug velferðar- og félagshyggjustjórn fremur en ríkisstjórn sem mun eiga allt sitt undir fjármálaöflunum í landinu, eins konar baugsstjórn. Það er augljóst að Samfylkingin á næsta leik - við hvern liggja skyldur hennar og trúnaður?


mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Er ekkert mál að slá striki yfir hið liðna? Ekkert mál að slá striki yfir "Stóriðjustopp!!!" - "Ekkert stopp!!!".

Þetta er dæmigert, og ástæða þess að ég kýs ekki vinstri flokkana. Slá upp alls konar slagorðum og upphrópunum og þykjast svo geta bakkað með allt saman. Eitt í dag og annað á morgun.

Það er mikið á þessa menn að treysta...þessa herramenn.

Örvar Már Marteinsson, 17.5.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Jafnvel framsóknarmenn gleyma ekki öllu á örfáum dögum ...

Hlynur Þór Magnússon, 17.5.2007 kl. 21:17

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þessi færsla þín hlýtur að vera djók.

Tómas Þóroddsson, 17.5.2007 kl. 21:26

4 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Árni.

Ég verð að vera sammála Tómasi; Ertu ekki að djóka?

Málið er að SJS, formaður þinn er alltof seinn að tefla þessu fram. Hann var með þetta í höndunum og í einhverri frekju-þynku, stakk hann hausnum í sandinn.

Reyndar sýnist mér að þið hafið misst minnið þarna hjá VG. En það er ágætt ef þið eruð til í samstarf. Batnandi mönnum er best að lifa, ekki satt!

En hvað segir SJS um málið? Heyrði af þessu í Kastljósi. Er hann til af heilum hug?

Það er satt hjá Hlyni að Framsóknarmenn gleyma ekki öllu á svo stuttum tíma, EN við fyrirgefum. Það er það sem við höfum látið formann þinn vita og ykkur öll. Tilbúinn að fyrirgefa og fyrir löngu að sliðra sverðin. Boltinn er búinn að vera hjá ykkur-lengi!

Sveinn Hjörtur , 17.5.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þarf Jón Sigurðsson að biðja ykkur afsökunar fyrir eða eftir að þið myndið þessa stjórn. Þetta bull í þér nær ekki nokkurri átt. Hélt nú að þú hefðir átt stærstan þátt í að sparka ISG úr ráðhúsinu, hún fer ekki að taka ykkur á löpp aftur eftir þann svikaleik.

Ingólfur H Þorleifsson, 17.5.2007 kl. 21:54

6 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Þetta er bara svarið við slagorðinu ykkar: "Hvernig væri ríkistjórn með ZERO Framsókn". Hvorki gömlu Framóknarmennirnir né Framsóknarmennirnir í VG.

.

Næsta barmerki VG gæti verið; "Be careful what you wish for" 

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.5.2007 kl. 22:00

7 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Þið máttuð nú hyggja að því fyrr hvar ykkar skylda og trúnaður lá! Þið sýnduð það Árni minn í aðdraganda kosninga og núna síðustu daga að þið eruð gersamlega ófærir um að leiða félagshyggjuflokk. En sjálfsagt hreint frábærir í forsvari fyrir skvaldrandi grænt kvenfélag.

Þið sprengduð R-listann vegna þess að þið voruð komin á skoðanakannanafylliríið sem hefur villt um fyrir ykkur allar götur þar til í kvöld. Og þrættu ekki fyrir það. Bæði ég og Sigurður Magnússon bæjarstjóri á Alftanesi vorum á móti þessu streði ykkar vegna þess að við sáum ekki í því pólitíkina. Þetta stóð allt og féll með því hvað þið fengjuð marga borgarfulltrúa tryggða.

Næst gerið þið stóriðju að eina málinu og Framsókn ábyrga og höfuuðandstæðing. Talið ykkur sauðdrukkna og maníska uppí þessa pólitík. Svo blindfulla að Steingrímur var ennþá við skál á kosninganótt og daginn eftir. Framsókn aldrei., aldrei! Svo segir Solla í kvöld og Steingrímur staðfestir það að VG vildi ekki stjórn með Framsókn sólahringinn eftir kosningar. Svo kemur þú nú og segir að það sé komin upp ný staða og reynir að telja okkur trú um að Framsókn og VG hafi nú fallist í faðma. Hvað heldur þú eiginlega að hægt sé að bjóða okkur að trúa? Heldur þú virkilega að fólk sem fylgst hefur með pólitík í tæpa fjóra áratugi taki ykkur alvarlega sem félagshyggjuflokk? Þetta er bara grænt kvenfélag.... flokkur sem ákvað að það væri vonlaust að vera sósíalistaflokkur og leitaði sér að málstað til að geta verið með í pólitík. Rétt eins og leifarnar af kommúnistaflokknum í Austurþýskalandi. En vegna fávísi og reynsluleysi ungu kynslóðarinnar ríðið þið nú gömlu jálkarnir inn á þing þú, Alfheiður og Atli eins og jómfrúr. Gamla fólkið með klíkublettina um allan skrokk. Vinstri hvað?

Er það von að gömlum marxista verði flökurt enn einu sinn!

Pétur Tyrfingsson, 17.5.2007 kl. 22:12

8 Smámynd: Brynjólfur Bragason

Er ekki að fá botn í þessi skrif þín Árni, forystumenn vinstri grænna hafa enga burði til að koma sér í ríkisstjórn af eigin dáðum, hvorki til vinstri eða hægri. Þeir hafa verið út á túni frá því að úrslit lágu fyrir. Framsóknarflokkurinn er ekki á vetur setjandi og mikilvægt að hann frá frí.

Brynjólfur Bragason, 17.5.2007 kl. 22:16

9 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Pétur Tyrfingsson á blogg aldarinnar; "Skvaldrandi grænt kvenfélag." Þetta er nokkuð sem ég mun ALDREI gleyma Pétur. Þetta er setning sem er komin á spjald sögunnar.

Það er ekkert við orð Péturs við að bæta! Nema þá kannski það að það er ótrúlegt að VG ætli að koma núna og knúsa okkur Framsóknarmenn, því munið; Steingrímur vottaði mér samúð sína að ég væri Framsóknarmaður. Ég kann ekki við að votta honum samúð mína að hafa klúðrað því eftir margra ára baráttu að gera farið í ríkisstjórn, en hann lét reiði og gremju skemma fyrir sér. Öll þessi ár og þetta uppsker hann með flokkinn sinn. Þá er spurning hvort hann sem formaður verði ekki að fara axla ábyrgð á gjörðum sínum? Zeró... bíddu hvernig var þetta Árni?

Sveinn Hjörtur , 17.5.2007 kl. 22:47

10 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Við Vinstri græn höfum haldið okkur við leikreglurnar. Vitaskuld vildum við fella ríkisstjórnina, það tókst ekki. Því var eðlilegt að stjórnarflokkarnir tækju ákvörðun um það hvort þeir héldu áfram eða ekki. Á meðan tókum við ekki þátt í neinum viðræðum við aðra flokka en að sjálfsögðu heyrðum við hljóðið í fólki úr öðrum flokkum eins og gengur. Það er líka rétt að við höfum gagnrýnt Framsóknarflokkinn á liðnum árum, það hefur Samfylkingin líka gert og við höfum líka gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn. Stundum hefur sú gagnrýni verið óvægin. Og aðrir flokkar hafa svarað okkur fullum hálsi. Það þýðir ekki að við getum ekki myndað stjórn með viðkomandi flokkum ef viðunandi málefnasamstaða næst. Þvert á móti. Og það er það sem við bjóðum upp á, velferðar- og félagshyggjustjórn þriggja flokka. Það er enn ekki of seint.

Árni Þór Sigurðsson, 17.5.2007 kl. 23:19

11 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Árni. Þakka þér fyrir að svara, og koma hreint fram varðandi gagnrýni ykkar í garð annarra flokka og þá sérstaklega Framsóknarflokksins.

Það er virðingarvert að þið komið fram, eða þú sem fulltrúi flokksins, og segir það við alþjóð að þið eruð tilbúin í samstarf. Það er mjög virðingarvert, svo ekki sé meira sagt. Ég tel þá að þið séuð að grafa stríðsöxina í garð Framsóknar? Það þýðir reyndar ekki að koma nú fram Árni, og segja eins og krakki; Þau gerðu þetta líka! Alveg eins og Framsókn þá þurfa menn að taka afleiðingum gjörða sinna. Mundu að þú áttir þinn séns að halda áfram með R-listann! En rétteins og Pétur Tyrfingsson segir þá gleymduð þið ykkur í skoðanakannannafyllerýi. (vá langt orð).

Ég held reyndar að það sé of seint, en við sjáum til á morgun. Mæli með því að Framsókn og Vg skelli sér í gönguferð saman...svo margt að tala um!

Ég hef a.m.k. fyrirgefið SJS fyrir reiðikastið og eftir situr minning ein um að hafa hitt þennan mælska mann...og reiða!

En það var þá. Þetta er núna! vonum það besta á morgun...

Sveinn Hjörtur , 17.5.2007 kl. 23:29

12 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Athugasemdinni um R-listann verður svarað síðar.

Árni Þór Sigurðsson, 17.5.2007 kl. 23:35

13 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég virði mikils menn eins og Árna Þór Sigurðsson, skynsaman og málefnalegan í hvívetna. Á sumpart svipaðan en sumpart nokkuð annan veg met ég Steingrím J. Sigfússon, þann flugmælska og skemmtilega gáfumann - sem einhvern veginn tekst að hrinda öllu frá sér ...

Hlynur Þór Magnússon, 17.5.2007 kl. 23:38

14 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll á ný. Já....best að fara sofa!

Ég segi að lokum eins og félagi minn segir mjög svo gjarnan þegar útlitið er svart; Blessaður...þetta reddast allt á morgun!

Sveinn Hjörtur , 17.5.2007 kl. 23:50

15 Smámynd: Andri Indriðason

Ég benti einum vini mínum í RV Norður að kjósa V svo Árni gæti komist á þing. Ég sé ekki eftir því núna. Þetta er skarpur stjórnmálamaður sem reynir að gera sem best úr þeim stöðum sem koma upp.

Sjálfur vildi ég ekki sjá Framsókn í ríkisstjórn fyrir kosningar en þegar ég sá hvernig málin hafa þróast eftir kosningar er það sem Árni boðar langskörpustu lausnina fyrir VG, Samfylkingu og reyndar sérstaklega Framsókn  ...því svo skemmtilega vill til að þetta gæti orðið gott tækifæri fyrir B-lista að bæta ímynd sína eftir að hafa færst full mikið til hægri eftir mjög langa samveru með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn. 

 Persónulega segji ég að það sé kominn tími á slíka stjórn fyrir Ísland því að hægri öflin(Sjálfstæðisflokkur) hafa stýrt og stefna að stýra íslensku samfélagi of mikið í átt til þess ameríska.

Andri Indriðason, 18.5.2007 kl. 00:16

16 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Þetta er skelfilegt yfirklór Árni minn. Dæmigert óskiljanlegt málavafstur firrtra fulltrúa alþýðunnar sem reyna að svæfa hana með orðagjálfri sem ekki nokkur maður skilur eða botnar í. Þið voruð í sérflokki og gagnrýnduð alla eins og allir aðrir. En sú staðreynd liggur fyrir að ykkar mál var stóriðjumálið voðalega og höfuðandstæðingurinn flokkurinn sem fór með iðnaðarráðuneytðið. Steingrímur sagði við Sollu eftir kosningar að hann sæi öll tormerki á samstarfi við Framsókn. Þetta staðfestu þau bæði í Kastljósi í kvöld. Þegar litið er á stöðuna og möguleikana, hvað gat þetta þýtt annað en að vinstristjórn kæmi ekki til greina? Hvað annað sá Steingrímur í stöðunni? Svaraðu því. Vildi hann Kaffibandalag í minnihluta? Vildi hann samstjórn vinstriflokka og Sjálfstæðisflokk eins og ég hef boðað? Eða hvað vildi hann?

Pétur Tyrfingsson, 18.5.2007 kl. 00:36

17 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

..fara að leikreglum! Hvaða fjandans leikreglum? Heldur þú og Steingrímur að við séum öll vitleysingar. Stjórnarskráin hefur ekki bannað mönnum láta uppi óskir sínar eftir úrslit kosninga hvaða ríkisstjórn þeir vilja mynda. Endemis bírókratabull er þetta. Skelfing held ég að unga kynslóðin í flokki þínum - ef hún hefur þá nokkurt einasta hugsjónavott í sínum beinum - skammist þín fyrir þig!

Pétur Tyrfingsson, 18.5.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband