Geir Hilmar Haarde - talsmaður Samfylkingarinnar

Forseti Íslands fór þá óvenjulegu leið, og svoldið á skjön við lýðræðislegar hefðir, að fela formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til stjórnarmyndunar - án þess að ræða við kjörna fulltrúa annarra flokka. 

Forsetar hafa í gegnum tíðina rætt við formenn allra flokka, enda sjálfsögð lýðræðisleg kurteisi af þjóðkjörnum þjóðhöfðingja að sýna öllum stjórnmálaflokkum tilhlýðilega virðingu.  Að öðrum kosti verður hann varla talinn forseti allra landsmanna.  En allt um það.

Kjarni málsins er sá að forseti taldi ekki nauðsynlegt að heyra sjónarmið annarra en Geirs Hilmars Haarde, enda hafði komið fram í fjölmiðlum að hann væri talsmaður bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.  Þannig leggst lítið fyrir þá stuðningsmenn Samfylkingar sem vildu að nú yrði tækifærið gripið og kona yrði forsætisráðherra.  Það tækifæri er að vísu enn í boði ef Samfylkingin sér að sér og rifjar upp til hvers hún var stofnuð.  Að öðrum kosti verður ekki séð annað en að hún hafi gert Geir Haarde að talsmanni sínum.


mbl.is Steingrímur: Ingibjörg hefur afsalað sér umboðinu til stjórnarmyndunarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Skjótt skipast veður í lofti. Sumir eru nú óvænt komnir hvort tveggja í andspyrnuhreyfingu gegn Baugsveldinu og sitjandi forseta Íslands!!! Minna mátti gagn gera ...

Herbert Guðmundsson, 18.5.2007 kl. 20:23

2 Smámynd: Andri Indriðason

Kallinn er líka bara bloggóður

Andri Indriðason, 18.5.2007 kl. 21:54

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga:

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 22:01

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Herbert!

Ég er svo útlenskur orðinn að ég fatta ekki sneiðina. Áttu við að Ólafur Ragnar sé á spena hjá Baugsauðvaldinu?

Ásgeir Rúnar Helgason, 19.5.2007 kl. 18:13

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ásgeir, það fattar ekki nokkur maður lengur intrígurnar með baug og ekki baug, en e.t.v. áhyggjuefni að baugur eigi landið - áður voru það danir og svo bandaríkjamenn. 

Og Árni: Ég veit ekki hvers vegna forsetinn hefði átt að kalla formenn annarra flokka í starfsþróunarsamtöl. Forsetaembættið er óþarft prjál og hörkustig andstöðu minnar við nýja samíhaldsstjórn mun ráðast af málefnum hennar en ekki hvernig Geir og Ingibjörg Sólrún komu sér saman um viðræður eða hvort Geir er talsmaður samfó eins og þú kemst ágætlega að orði um. Einhvern tíma urðu verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur ósátt við sáttasemjara og tóku upp á því að semja án milligöngu hans - eins gæti það verið með stjórnarmyndunarviðræður: þeir sem vilja vinna saman vinna saman, vonandi út af málefnum en ekki hver býður feitustu djobbin.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.5.2007 kl. 08:41

6 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

 --- HÖFUÐLAUSN ---

Hringadróttinn hugðist fá

 

höfuð Björns á fati að sjá.

 

Björn slapp frá með heilli há

 

höfuðleðrið ennþá á.

 -- HREINN-SKÓ-SVEINN --

Allt er hér á Fróni falt

fátt er heilagt lengur,

heilinn dauður, hjartað kalt,

hvar er stolt þitt drengur?

--- SAMVINNA ---

Vinna nú auðmenn og samfylkingin saman

sjálfur Hringadróttinn hefur völdin.

Á kolkrabbaveiðum körlum þykir gaman

og kannski fá þeir bónus bakvið tjöldin.

Vilhelmina af Ugglas, 20.5.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband