Neitunarvald forsetans

Í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar var mikið rætt um neitunar- eða synjunarvald forseta Íslands.  Kom það einkum til af því að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar á sínum tíma og olli mikilli reiði meðal forystumanna ríkisstjórnarinnar.

Flokkarnir hafa mismunandi afstöðu til þessa máls.  Í glænýrri landsfundar samþykkt Sjálfstæðisflokksins stendur þetta um synjunarvald forsetans: 

Í því sambandi telur landsfundur óhjákvæmilegt að ákvæði 26. gr. um synjunarvald forseta verði fellt úr gildi.

Þetta viðhorf hefur síður en svo átt upp á pallborðið hjá Samfylkingunni og örugglega ekki hjá forsetanum sjálfum.  Verður fróðlegt að sjá hvað tilvonandi stjórnarsáttmáli hefur upp á að bjóða í stjórnarskrármálum og lýðræðismálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnir mikilvægi þess að kjósa ópólitískan forseta næst. Helst einhvern sem á enga ættingja, viðskiptafélaga, vini eða velunnara líkt og við upplifðum með Ólaf Ragnar þegar hann heimilaði félögum sínum að komast yfir 70% fjölmiðla landsins. Afleiðingin er augljós þeim sem til þekkja og nú líka Framsóknarmönnum og Vinstri grænum, en er hún augljós Jóni Magnússyni?

Hvar finnum við þá konu sem hefur engin slík persónuleg tengsl við viðskiptalífið?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:16

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég man ekki til að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fram að þessu talið áríðandi að embættið væri ópólitískt. Ég man allar forsetakosningar lýðveldisins og fullyrði að ævinlega hefur sá flokkur lagt mikið í þá baráttu en tapað henni. Þetta byrjaði með framboði Bjarna Jónssonar Dómkirkjuprests.

Árni Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband