22.5.2007 | 16:07
Ráðherrakapallinn
Það getur verið vandasamt verk að manna ríkisstjórn. Ekki vegna þess að það sé ekki nóg framboð, heldur hitt að stólarnir eru takmarkaðir og margs konar sjónarmið þarf að hafa í huga varðandi samsetningu, s.s. kyn, kjördæmi, aldur, reynslu, röð á framboðslista o.fl.
Ég spái því að ekki verði um fækkun ráðherra frá því sem nú er, þeir verði 12, 6 frá hvorum flokki. Í hlut Sjálfstæðisflokks komi forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
Samfylkingin mun fara með utanríkisráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti, umhverfisráðuneyti, samgönguráðuneyti, menntamálaráðuneyti, og félagsmála- og tryggingaráðuneyti.
Ráðherrar gætu t.d. orðið Geir H. Haarde, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Árni M. Mathiesen, Einar K. Guðfinnsson, Björn Bjarnason og Arnbjörg Sveinsdóttir frá Sjálfstæðisflokki og Ingibjörg S. Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kristján Möller og Björgvin G. Sigurðsson frá Samfylkingu.
Þetta skýrist að vísu allt áður en yfir lýkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert áreiðanlega nálægt þessu ef þessi stjórn verður mynduð.
Sigurður Sigurðsson, 22.5.2007 kl. 18:03
Nokkuð varstu nálægt þessu með sjallana.
Kv.
Bjarkey
Bjarkey Gunnarsdóttir, 22.5.2007 kl. 20:41
Já, og 100% með Samfó.
Árni Þór Sigurðsson, 22.5.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.