Einkavæðing orkugeirans hafin - með vitund og vilja stjórnvalda?

Það er bersýnilegt að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja á eftir að draga dilk á eftir sér.  Einkavæðing orkugeirans er hafin og slagurinn getur orðið mjög harður.

Þrátt fyrir svardaga forystumanna ríkisstjórnarinnar um að ekki standi til að einkavæða orkugeirann, þá er hið gagnstæða að gerast.  Fyrri ríkisstjórn ákvað að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og var m.a. opinberum aðilum bannað að bjóða í umræddan hlut.  Hann skyldi aðeins falur einkaaðilum.  Getur einkavæðingin verið meðvitaðri?  Nú heldur einkafyrirtækið sem keypti hlut ríkisins áfram og vill kaupa hlut sveitarfélaga.  Og býður vel.  Sveitarfélögin láta fallerast og selja hlut sinn.  Slagur hefst milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar en bæði þessi sveitarfélög vilja neyta forkaupsréttar síns og eignast þann hlut sem ríkið átti áður og einnig hlut þeirra sveitarfélaga sem ákváðu að selja Green Energy sinn hlut.

Það er grátlegt að fylgjast með þessum atgangi öllum.  Og það sem verst er: það eru íbúarnir sem munu blæða fyrir einkavæðingu orkugeirans með hærra orkuverði og óöryggi í orkuafhendingu eins og gerst hefur víða um heim þar sem orkugeirinn hefur verið einkavæddur.

Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað raunverulega með því að ekki eigi að einkavæða orkugeirann, verður hún að grípa í taumana.  Hún verður að beita sér og tryggja að salan á hlut ríkisins gangi til baka eða að aðrir opinberir aðilar geti eignast hlutinn.  Það er brýnt að standa vörð um samfélagslega eign orkufyrirtækjanna og nú ríður á að stjórnin sýni að hún meinar eitthvað með yfirlýsingum um að orkugeirinn verði áfram í opinberri eigu.  Að öðrum kosti verður ekki dregin önnur ályktun en sú að einkavæðing orkufyritækja sé með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Óska eftir aukafundi í bæjarstjórn vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er það með ykkur í VG? Þið hlustið ekki á grasrótina. Ég hef skrifað formanni ykkar mörg bréf um það sem er að gerast í orkugeiranum. Ég skrifaði fyrir löngu um það sem er í vændum, um það sem koma skal og Árni Sigfússon sem gat ekki einu sinni reki Tæknival þykist vita eitthvað um viðskipti. hann er einfaldlega einn af þeim sem láta kaupa sig. Sjáið þið það ekki. Hann er í floti með forsetanum og Baugsmönnum!!! VG gerðu ekkert með mín orð?

En komi þið allt of seint? Æi hvað? Málið er fyrir löngu ákveðið með Gunnlaugi Þór og Co, Baugsmönnum í Sjálfstæðisflokknum!

Hann á sjálfur hluta í Orkuveitunni!! 'obeint að vísu.

Hafnafjörður. Áfram nú! 

Ég hef sagt við hann að Glitnir og Baugur eru á leið þeirrar að eignast það eina sem íslenska þjóðin á orkuna!

En ekkert gerist hjá ykku. Nú er svo komið að ég nenni ekki að segja satt lengur. En þú hefur jú sýnt smá snefil en hvern óttast þú ? Forsetann? eins og Steingrímur? Manninn sem hefur selt og tekið í helhví land og þjóð?

Áfram Ólafur Ragnar og Jón Ásgeir. Hæfur kjaftur skel. En Steingrímur þú viltist af réttri leið!!!

annars er ég hætt að blogga!! En þi8ð Vg eruð seld fyrir lifandi löngu líka! Þorið ekki að tala, gera eða mótmæla. Greyin! 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband