Fleiri bekki í borgina

Framkvæmdaráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu okkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um að fela framkvæmdasviði, í samvinnu við hverfisráð, að kortleggja staðsetningu og fjölda bekkja í einstökum hverfum og koma með tillögur um endurbætur og fjölgun bekkja og nýjar staðsetningar.

Tillagan, sem ég var fyrsti flutningsmaður að, var lögð fram í kjölfar svars við fyrirspurn minni frá síðasta fundi ráðsins um fjölda bekkja í borginni.  Að undanförnu hafa talsvert margir, ekki síst rosknir borgarbúar, haft samband við mig og beðið um að bekkjum í borginni yrði fjölgað.  Einkum er tilefni til að fjölga bekkjum á stígum, útivistarsvæðum, við verslunar- og hverfismiðstöðvar, við íþrótta- og sundstaði o.s.frv.  Tillagan var samþykkt samhljóða og má því búast við að áður en langt um líður verði hafin bekkjavæðing borgarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband