Eldfjallafriðlandi vel tekið í borgarstjórn

Tillögu okkar Vinstri grænna um að borgin beiti sér fyrir því að stofnað verði eldfjallafriðland frá Þingvöllum og út á Reykjanestá ásamt Eldey, var vel tekið á fundi borgarstjórnar í dag.  Borgarstjóri lagði til að tillagan færi til umhverfisráðs til meðferðar og var það samþykkt samhljóða.  Við borgarfulltrúar Vinstri grænna erum að sjálfsögðu ánægð með þær viðtökur og teljum líklegt að á vettvangi umhverfisráðs verði unnt að fara ítarlega yfir tillöguna, fá utanaðkomandi hagsmunaaðila til fundar og vonandi mun það leiða til þess að eldfjallafriðland verði að veruleika.

Nánar á heimasíðu minni, www.arnithor.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband