3.10.2007 | 18:12
Handarbakavinnubrögðin halda áfram
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur boðar til fundar til að sameina Reykjavik Energy Invest, sem er í eigu Orkuveitunnar o.fl. og Geysir Green Energy. Fundurinn var boðaður með nokkurra klukkustunda fyrirvara þótt skyld sé að boða eigendafund í OR með 7 daga fyrirvara samkvæmt samþykktum.
Lýðræðisleg vinnubrögð eru að engu höfð, enda liggur þessu liði á að koma sem mestu af samfélagslegum eignum í hendum einkaaðila. Þeir vilja ekki lýðræðislega umræðu, gefa kjörnum fulltrúum ekki kost á að kynna sér málin. Þetta eru sömu vinnubrögðin og varðandi breytingu Orkuveitunnar í hlutafélag og söluna á hlut borgarinnar í Landsvirkjun.
Er engu líkara en þeir sem ráða ferðinni í borgarstjórn líti svo á að þetta séu persónulegar eignir þeirra sem þeir geti farið með að vild. Það er stundum sagt að valdið spilli. Það hefur tekið ótrúlega stuttan tíma hjá núverandi valdhöfum í Reykjavík að láta það sannast. Hagsmunir borgarbúa eru að engu hafðir í þágu pólitískra markmiða um einkavæðingu orkuauðlinda. Mér virðist þetta vera eitthvað það ljótasta sem maður hefur séð í íslenskum stjórnmálum um langa hríð.
Bjarni verður stjórnarformaður sameinaðs félags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.