Pabbi kvaddur

Útför föður míns, Sigurðar Kr. Árnasonar, fór fram frá Háteigskirkju í dag.  Það var falleg og notaleg stund.  Fjölmargir ættingjar, vinir og samstarfsfólk pabba mætti í kirkju og í erfidrykkju á eftir.  Sr. Pálmi Matthíasson jarðsöng og fórst honum það einkar vel úr hendi og var persónulegur, enda hafði hann þekkt pabba frá því hann var smástrákur á Akureyri.  Tónlistin var líka mjög falleg, Karlakór Reykjavíkur, undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, skilaði sínu óaðfinnanlega og nutu þeir liðstyrks Marteins H. Friðrikssonar organista og trompetleikaranna Ásgeirs H. Steingrímssonar og Eiríks Arnar Pálssonar.  Framlag þeirra setti sérstakan hátíðarblæ á tónlistarflutninginn.  Þá lék bróðursonur minn, Sindi Már Eydal Friðriksson, fallegt enskt dægurlag, Hinsta kveðja, á píanó af mikilli tilfinningu og frændi minn, Stefán Arngrímsson óperusöngvari, söng Bára blá við undirleik Marteins.  Allt yfirbragð athafnarinnar bar þess merki að við vorum að kveðja mann sem hafði helgað hafinu starfsævi sína, í um hálfa öld.

Fjölskyldan er þakklát öllum þeim sem heiðruðu minningu hans með nærveru sinni í dag, með kveðjum, skrifum eða á annan hátt.

Minningargreinar um pabba má m.a. lesa á mbl.is, http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1177594;minningar=1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég votta þér og fjölskyldu þinni innilega samúð.

Bestu kveðjur,

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2007 kl. 22:13

2 identicon

Ég votta þér og þínum samúð mína. Kv..gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri félagi, Árni Þór. Ég votta þér og fjölskyldu þinni innilega samúð.

Bestu kveðjur. Karl Tómasson.

Karl Tómasson, 28.11.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Árni Þór,

ég votta þér og fjölskyldu þinni samúð mína.

kv. Ingibjörg Hinriksdóttir

Ingibjörg Hinriksdóttir, 28.11.2007 kl. 23:56

5 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar

Ragnheiður , 29.11.2007 kl. 01:17

6 identicon

Innilegar samúðarkveðjur, úr Árnessýslu.

                                               Óskar Helgi Helgason                               

                                               og fjölskylda 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 01:21

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég votta þér og þínum samúð mína Árni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.11.2007 kl. 01:58

8 identicon

Sæll Árni,

ég votta þér og fjölskyldu þinni samúð mína alla.

Kv. Hallgrímur Viðar Arnarson

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:13

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Árni, ég votta þér og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur, Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson, 29.11.2007 kl. 13:57

10 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég votta þér og fjökskyldu þinni samúð mína

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.11.2007 kl. 15:11

11 identicon

Kæri frændi og fjölskylda.

Mikið var athöfnin í gær falleg, stór og mikil eins og pabbi þinn. Þegar mamma hringdi og sagði mér frá fráfalli hans þá sagði hún við mig, Linda mín, hann Diddi er mikil hetja að ala upp fimm drengi sem einstæður faðir og það með allri þeirri fjarveru sem vinna hans kallaði á, góða drengi sem standa sig svo vel í lífinu. Pabbi þinn var alltaf svo hlýr og góður við mig.....stundum svo líkur honum pabba. Hann átti erfiðan dag í gær en ég veit að hann var þakklátur fyrir að fá að fylgja frænda eins og hann fékk að gera í gær.

Með kærleikskveðju, Linda Ósk

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 19:32

12 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Innilega samúðarkveðjur til þín Árni og fjölskyldu þinnar. Kærar kveðjur Alma

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:25

13 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur til þín Árni og fjölskyldu þinnar. Kærar kveðjur Alma

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:27

14 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Ég þakka ykkur öllum hlýjar kveðjur til mín og fjölskyldu minnar.

Árni Þór Sigurðsson, 30.11.2007 kl. 09:27

15 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Samúðarkveðjur héðan frá Svíþjóð!

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.12.2007 kl. 14:48

16 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar Árni minn. Sendi þér líka birtu og styrk.

Birgitta Jónsdóttir, 3.12.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband