Staða Vinstri grænna afgerandi

Nýjasta skoðanakönnun um fylgi flokkanna sýnir að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur afgerandi stöðu sem þriðji stærsti flokkur þjóðarinnar og sem forystuflokkur í stjórnarandstöðu.  Það er til marks um að þjóðin ber traust til flokksins og þeirra málefna og sjónarmiða sem hann stendur fyrir í íslenskum stjórnmálum.

Staða Sjálfstæðisflokksins veikist og er það skýrt merki um þau lausatök sem verið hafa á forystu flokksins að undanförnu.  Augljóst er hverjum manni að það eru miklir flokkadrættir í Sjálfstæðisflokknum og afar mismunandi sjónarmið um hvert skal stefna.  Formaður flokksins og forsætisráðherra, Geir H. Haarde, virðist ekki halda um stjórnartaumana af neinni festu, og andstæðingar hans nýta sér það til fulls.  Það kemur síðan niður á fylgi flokksins.

Athyglisvert er að fylgi Samfylkingarinnar eykst nokkuð en helstu tíðindin úr þeim herbúðum eru jú að flokkurinn er nú kominn í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ásamt okkur Vinstri grænum, Framsókn og F-lista.  Þar hefur oddviti flokksins, Dagur B. Eggertsson, leitt flokkinn til vinstra samstarfs sem bersýnilega hugnast kjósendum vel.  Þá er sérstaklega eftirtektarvert að fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna samanlagt er um 48% og lætur nærri að flokkarnir tveir séu með meirihluta á bak við sig.  Það eru ánægjuleg tíðindi.

Í umræðum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem fram fóru á Alþingi í síðustu viku, fannst mér koma fram að mörgum þingmönnum Samfylkingarinnar líður ekkert allt of vel í kompaníi með Sjálfstæðisflokknum.  Í borgarstjórn hrökklaðist meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá völdum eftir 16 mánuði og nýr meirihluti félagshyggju og jöfnuðar tók við.  Það er sem sagt hægt að "dömpa" Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is 78% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samkvæmt því sem hingað til hefur gerst er að Vinstri grænir dala um 10 % frá skoðanakönnunum og svo því sem upp úr kjörkössum kemur....samkvæmt því eru VG með 7 % ef kosið væri á næstunni

Jón Ingi Cæsarsson, 3.12.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Haukur Kristinsson

gaman að þið haldið að fylgið sé að aukast, en verið nú einu sinni svolítið jákvæðir þá gæti fylgið eitthvað aukist á landsvísu

Haukur Kristinsson, 4.12.2007 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband