Spurt um Sundabraut, Hvalfjarðargöng og Kjalarnes

Ég hef lagt fram á Alþingi 3 fyrirspurnir til samgönguráðherra um mikilvæg samgöngumál.  Um er að ræða málefni Sundabrautar, Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og Hvalfjarðarganga.  Ágæt frétt er um málið í vefútgáfu blaðsins Skessuhorn.

Það sem mér finnst mikilvægt að fá svör um frá samgönguráðherra um það hvort hann muni beita sér fyrir að tvöföldun Hvalfjarðarganga verði í næstu samgönguáætlun, um það hvaða stefnu ráðherrann hafi um fjármögnun verkefnisins og hvort tryggja eigi jafnt aðgengi allra vegfarenda um göngin eða leggja til upptöku veggjalda? Þá spyr ég einnig ráðherrann hvort hann mun beita sér fyrir því að tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi verði í næstu samgönguáætlun og hvenær megi búast við að framkvæmdir geti hafist við þá mikilvægu samgöngubót. Í þriðja lagi spyr ég ráðherra hvenær megi búast við ákvörðun um endanlega legu Sundabrautar og hvort samgönguráðherra sé sammála mati borgaryfirvalda um að jarðgöng séu ákjósanlegasti valkostur hvað legu brautarinnar áhrærir.

Hér er um að ræða afar þýðingarmikil samgöngumál í borginni og í námunda við hana.  Þau varða ekki síst hagsmuni íbúa höfuðborgarsvæðisins og íbúa Vestur- og Norðurlands.  Því verður fróðlegt að sjá og heyra hverju ráðherra svarar þessum spurningum.  Ekki er þó við því að búast að það verði fyrr en í næsta mánuði.

Spurningarnar má nálgast hér, hér og hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Árni:

Ég les oft þitt blogg og hef gagn að, þó ég sé hægra megin við miðju :-)

Ég kveð nú bloggheim í bili og sný aftur til Afríku.

Þar sem ég bý er útilokað að blogga en ég les bloggið þegar ég get.

Jólagjöfin frá mér til þín er HÉR =

http://vilhelmina.blog.is/blog/vilhelmina/entry/391293/

Gleðileg Jól!

Vilhelmina af Ugglas, 14.12.2007 kl. 22:18

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Það verður engin Sundabraut á meðan borgin er með sitt skipulag í algjöru rugli. Af hverju ætti ríkið að fara að bora göng alla leið frá Gufunesi og hálfa leið niður í bæ, bora göng í Öskjuhlíð, göng í gegnum Þingholtin , göng undir Kópavog og Miklubraut í stokk.  Borgarfulltrúar verða að hætta þessu 101 rugli, það verður að hugsa höfuðborginna í heild og það veit samgönguráðherra.

Sturla Snorrason, 15.12.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband