19.2.2008 | 15:12
Lestarsamgöngur verði skoðaðar
Ég hef ásamt ellefu öðrum þingmönnum úr öllum flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.
Tillagan gerir ráð fyrir að samgönguráðherra verði falið að láta kanna hagkvæmni lestarsamgangna milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar annars vegar og svokölluðu léttlestakerfi innan höfuðborgarsvæðisins hins vegar. Í tillögunni segir ennfremur að kannaðir skuli kostir þessa samgöngumáta og gallar, sem og hugsanlegar leiðir. Sjónum á einkum að beina að kostnaði og ávinningi samfélagsins og efnahagslegum,
umhverfislegum og skipulagslegum áhrifum. Gert er ráð fyrir að leitað verði til sérfræðinga innan lands og utan og að niðurstöður athugunarinnar liggi fyrir í árslok 2008.
Tillögunni fylgir ítarleg greinargerð og má nálgast hana á vef Alþingis,
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Forval VG
- Við styðjum Árna Þór Stuðningshópur Árna Þórs á Facebook
- Ganga í VG Inntökubeiðni í Vinstri græna
- Andrés Ingi Jónsson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Árni Haraldsson
- Brynja Björg Halldórsdóttir
- Davíð Stefánsson Frambjóðandi í forvali VG
- Gunnar Sigurðsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Kristján Ketill Stefánsson
- Paul F. Nikolov
- Vilhjálmur Árnason
Vinstri græn
Síður félaganna í Vinstri grænum
- Audun Lysbakken's blogg Audun Lysbakken er varaformaður Sosialistisk venstreparti í Noregi
- Ögmundur Jónasson
- Hlynur Hallsson
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Svandís Svavarsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Ásmundur Einar Daðason Þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi
Þingmál ÁÞS
Þingmál sem ég hef lagt fram á Alþingi, ýmist sem fyrsti flutningsmaður eða í félagi við aðra þingmenn.
- Markaðsvæðing samfélagsþjónustu Þingsályktunartillaga, ÖJ o.fl.
- Brottfall vatnalaga Frumvarp, SJS o.fl.
- Rannsóknir og sjálfbær nýting jarðhitasvæða Þingsályktunartillaga, ÁI o.fl.
- Almenningssamgöngur (endurgr. virðisaukaskatts og olíugjalds) Frumvarp, ÁI og ÁÞS
- Umferðarlög (forgangsakreinar strætisvagna) Frumvarp, SVÓ o.fl.
- Íslenskukennsla fyrir innflytjendur Þingsályktunartillaga, KJ o.fl.
- Húsafriðun (aldursákvæði og hverfisvernd) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Raforkulög (aðgengilegir orkusölusamningar) Frumvarp, SJS o.fl.
- Friðlandið í Þjórsárverum og verndun Þjórsár Þingsályktunartillaga, KH o.fl.
- Réttindi og staða líffæragjafa Þingsályktunartillaga, SF o.fl.
- Áhættumat vegna virkjana í Þjórsá Þingsályktunartillaga, AG o.fl.
- Framhaldsskólar (afnám innritunar- og efnisgjalda) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Heildararðsemi stóriðjuframkvæmda Þingsályktunartillaga, SJS o.fl.
- Friðlýsing Jökulsánna í Skagafirði Þingsályktunartillaga, JB o.fl.
- Loftslagsráð Þingsályktunartillaga, KH o.fl.
- Sveitarstjórnarlög (áheyrnarfulltrúar) Frumvarp, ÁÞS og KH
- Sala eigna ríkisins í Hvalfirði Fyrirspurn til fjármálaráðherra, ÁÞS
- Sala eigna ríkisins í Hvalfirði Svar fjármálaráðherra
- Samningar, viljayfirlýsingar og fyrirheit ráðherra Skýrslubeiðni til forsætisráðherra, JB o.fl.
- Mannréttindabrot og fangabúðir í Guantanamo Þingsályktunartillaga, KJ o.fl.
- Kostnaður við Kárahnjúkavirkjun Skýrslubeiðni til iðnaðarráðherra, ÁI o.fl.
- Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðra Fyrirspurn til félagsmálaráðherra, ÁÞS
- Kosningalög (áheyrnarfulltrúar í kjörstjórnum) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Stjórnunarkostnaður RÚV Fyrirspurn til menntamálaráðherra, ÁÞS
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- almal
- aring
- annaed
- annapala
- attilla
- skarfur
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- brell
- bleikaeldingin
- bardurih
- charliekart
- danielhaukur
- davidlogi
- silfrid
- egillrunar
- ekg
- esv
- einarolafsson
- elinsig
- jarlinn
- feministi
- vglilja
- mosi
- gudrunfanney1
- guru
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallgri
- hallurmagg
- hannesjonsson
- heida
- helgasigrun
- thjodviljinn
- hehau
- 730
- hilmarb
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- ingibjorgelsa
- ingolfurasgeirjohannesson
- ingo
- hansen
- jonthorolafsson
- killerjoe
- margretsverris
- mortenl
- paul
- pallvil
- hux
- ragnarna
- salvor
- sigfus
- msigurjon
- siggikaiser
- siggisig
- safi
- snorrason
- stebbifr
- fletcher
- baddinn
- steingrimurolafsson
- steinibriem
- manzana
- kosningar
- smn
- saedis
- soley
- tidarandinn
- ugla
- vefritid
- vestfirdir
- arh
- astamoller
- id
- olafurfa
- tolliagustar
- thorsteinnerlingsson
- arniharaldsson
- hilmardui
- jakobjonsson
- olafur-thor
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi úrlausn er mál sem legga þarf mikla áherslu á. Oliuverð fer hækkandi og litlar líkur á að þær hækkanir gangi til baka. Byggð á höfuðborgarsvæðinu er orðin mjög dreifð og umferðaþungi á aðalumferðabrautum orðin stórt vandamál og kallar á mjög dýr umferðamannvirki komi ekki annað til.
Svona léttlestarkerfi gæti orðið bylting í hröðum og miklum fólksflutningum og þá tengt góðum strætó ferðum að og frá lestarstöðvum.
Hraðlest Reykjavík - Keflavík og Reykjavíkurflugvöllur aflagður.
Það verður spennandi að fylgjast með framvindunni.
Sævar Helgason, 19.2.2008 kl. 18:09
Þið eigið heiður skilið fyrir þessa tillögu sem er löngu tímabær. Látið olíufélögin ekki komast í þetta til að eyðileggja þetta þar sem hagmunir þeirra eru miklir.
Calvín, 19.2.2008 kl. 20:52
já gott mál.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:27
Frábær tillaga Árni, til hamingju með þetta. Tek undir með Sævari. Rek-Kef hraðlest er málið. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 19.2.2008 kl. 23:08
Kominn tími til. Löngu tímabært mál held ég. Flott að þingmenn frá öllum flokkunum styðja þessu líka.
Paul Nikolov, 20.2.2008 kl. 01:26
Sæll Árni,
Til hamingju með þessa framsýnu tillögu. Hér má lesa um skrif um málið frá ýmsum sjónarhornum.
Hér er aðeins minni lúxus. Eitthvað sem hentað gæti fleirrum. Ný hugmynd!
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Jarðlestarkerfi í Reykjavík - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
Lestarkerfi fyrir Austurland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lestarkerfi fyrir Norðrland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Flott - þá eru flugmál og samgöngumál á sömu hendi - hér er hugmynd
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/
Við skulum vona að Íslendingar verði ekki eftirbátar Dana í þessum efnum :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/
Flott, umhverfisvænt, hljóðlaust og afkastamikið kerfi fyrir ferðamenn
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/354338/
STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKUM HÁTÆKNIIÐNAÐI
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/
HÁLKA, SNJÓKOMA, ÓVEÐUR, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
BYRJA SEM FYRST Á AÐ LEGGJA 25 KM TILRAUNABRAUT FYRIR LÉTTLEST
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379281/
LÉTTLEASTAKERFI + REIÐHJÓL
http://photo.blog.is/admin/blog/?entry_id=385432
Nú er það stóra spurningin til þeirra sem halda um stjórnartaumana
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/392155/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.2.2008 kl. 07:08
Krækja Kjartans undir fyrirsögninni LÉTTLESTAKERFI + REIÐHJÓL á að vera (að mér sýnist) :
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/385432
Sérstaklega ef góð aðstöðu er til að geyma hjólin, þá geta almenningssamgöngu og reiðhjól unnið mjög vel saman. Og dagleg hreyfing verði hluti af daglegum samgöngum sem bætir heilsu og þannig bætir bæði lífsgæði og sparar peninga. Í raun ætti að taka heilsuávinningur af bæði aukinni hreyfingu og minnkandi mengun með í reikningunni þegar gert er kostnaðar- og ávinningsmat á lestarkerfi.
Morten Lange, 20.2.2008 kl. 10:08
Meintur hár kostnaður við lestir hefur haldið aftur á ráðamönnum hingað til. En viðhorf manna varðandi umhverfismál er að breytast. Heilbrigðisáhrif ofnotkun bíla er að koma æ skýrari í ljós Og olíuverðið er að hækka. Fjöldi manna sem hefur upplifað góðar lausnir í almenningssamgöngum, göngu og hjólreiðar í erlendum borgum fer fjölgandi. Nýlega var í kvöldfréttum RÚV sagt frá því hvernig París hefur gjörbreyst á undanförnum árum, með styrkingu lestarkerfisins, bætt aðgengi reiðhjóla, almenningshjólakerfi með 20.000 hjól, helmingun bílastæðna og álögur ( mengunarbótarreglan) á stórum bílum.
En þrátt fyrir breyttum viðhorfum í takti við fregnir úr erlendum borgum ( Lundúna, Bogotá, Singapúr, Stokkhólmur, Kaupmannahöfn, Amsterdam og margir fleiri ), er hætta á að kostnaðarmatið geti aftur oltið þessum áformum. Og aðalástæðan er að þeir sem gera kostnaðarmöt hafa sennilega ekki sótt sér eða hlotið rétta tegund af endurmenntun. Hefðbundnar leiðir til að meta kostnað og ávinning, eru allt of þröngsýnir, og hyggla núiverandi lausnir. Það er að hluta skýringin á því að við erum þar sem við erum í dag.
Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði, en ég hef trú á því að Victoria Transport Policy Institute í Kanada geta leiðbeint menn þannig að þeir víkka sjónarhornið töluvert. Ég legg til að samgöngunefnd og samgönguráðuneytið eða þeir sem munu vinna verkið af þeirra hálfu kynni sér eftirfarandi frá Victoria Transport Policy Institute :
Transportation Cost and Benefit Analysis
Þar segir í upphafsorðum :
Morten Lange, 20.2.2008 kl. 10:54
Ég þakka fyrir frábær viðbrögð við tillögu minni um athugun á lestarsamgöngum. Greinilegt að fólk úr öllum flokkum og utanflokka tekur undir að hér sé á ferðinni þjóðþrifamál. Vonandi fær það brautargengi.
Árni Þór Sigurðsson, 20.2.2008 kl. 11:34
Ég tek heilshugar undir orð þeirra sem skrifa hér að framan.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 17:27
Árni minn ég held ég hafi aldrei verið sammála þér fyrr en núna en eitt er þó að eða réttara sagt tvennt.
1. Það á að horfa á lestarkerfi fyrir allt landið og það segulhraðlestir án lestarstjóra
2. Það á setja þær í jarðgöng til að þær verði óháðar veðri og vindum og þeim hörðu vetrum sem koma á komandi litlu ísöld, svo skaða þær ekki umhverfið ef þær sjást ekki.
Og að lokum þegar þetta kerfi er komið um allt land þá og þá fyrst máttu fara að eyðileggja Tjörnina og leggja niður Reykjavíkurflugvöll.
Einar Þór Strand, 20.2.2008 kl. 20:33
Það þarf ekki að eyða skattfé í að kanna hagkvæmni lestarsamgangna, því niðurstaðan er fyrirfram ljós. Ef menn eru svona áfram um að leggja lestarteina um Ísland, skulu þeir verja sínu fé til þess, ekki almennings. Árni Þór gæti söðlað um og stofnað fyrirtækið REK-KEF-REK. Ég er viss um að hann stökkvi á þessa hugmynd, enda rakið dæmi að svona lest mun skila miklum hagnaði, alveg eins og strætó.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 27.2.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.