21.3.2008 | 11:14
Danskir fjölmiðlar ala á kynþáttafordómum
Hið hörmulega morð á ungum blaðburðardreng í Kaupmannahöfn vekur viðbjóð. Þrír ungir piltar, danskir í húð og hár ef marka má fréttir, ráðast að 16 ára gömlum dreng af tyrknesku bergi og berja hann til ólífis í fullkomnu tilgangsleysi.
Svo láta menn eins og helsta ógnin stafi af öfgafullum íslamistum. Danskir fjölmiðlar hella olíu á eld með því að ögra múslímum með tilgangslausum spaugmyndum af trúartákni þeirra. En gæta þess ekki að um leið kynda þeir undir ólgu meðal kynþáttaöfgamanna í röðum þeirra sjálfra í garð fólks með annan bakgrunn. Ábyrgð þeirra er mikil og misskilin barátta þeirra fyrir "prentfrelsi" getur hæglega tekið sinn toll.
Svo hefur verið vakin athygli á því hér í athugasemdum við þessa frétt að danskir fjölmiðlar hafi ekki getið þess sérstaklega að árásarmennirnir væru danskir en kynþáttar sé hins vegar oftast getið þegar ofbeldismenn eru innflytjendur. Með framgöngu sinni ala danskir fjölmiðlar á kynþáttaformdómum sem hæglega geta leitt til vaxandi ofbeldis. Það er víti til að varast.
Blaðburðardrengur myrtur í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð athugasemd hjá þér Árni Þór! kv. B
Baldur Kristjánsson, 21.3.2008 kl. 12:09
Virðulegar stofnanir hafa meir að segja áminnt dani og varað blöðin við hvaða afleiðingar ábyrðarlaus umfjöllun varðandi útlendinga (og þá sérstaklega múslima) hafi í för með sér. Auðvitað hefur þetta sífellda kvak fjölmiðla um "vonda muslima" sínar afleiðingar er til lengri tíma er litið.
Annars með drápið á unglingnum núna, þá er haft eftir vini hans (sem var með) að, árásaraðilar hafi fyrst kallað: 'perkersvin' svo líða nokkrar sekúndur og: 'Hvad glor du på? Perkersvin' Fleiri orð hafi ekki fallið.
Nú, en umræða hefur verið um í Danm. að ósannað sé að þessi orð hafi verið sögð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.3.2008 kl. 12:51
Það er til skammar fyrir þig sem þingmann og þig Einar líka að halda svona rugli fram.
Að dönsk stjórnvöld séu að ögra múslimum? Er ekki í lagi með ykkur. Einn að grundvallar hornsteinum vestrænnar menningar er í húfi. Skoðana frelsi og prent frelsi. Þetta er eins og að segja á skólalóðinni.. "ekki stríða skólaruddanum því þá lemur hann þig". Um leið og þið farið að verja aðgerðir múslima þá eruð þið að samþykkja að það sem þeir gera, til dæmis, brenna fána, drepa fólk og þar fram eftir götunum, SÉ FULLKOMLEGA ÁSÆTTANLEGT.
Nú tala ég sem sérfræðngur í málum múslima í alþjóðamálum. Ekki einhver heimalærður fordóma leitandi, heldur vel menntaður á þessu sviði. Þetta er gríðarlega hættulegt viðhorf sem þið hafið, það beinlínis leyfir þeim að hegða sér eins og villimenn.
Að birta myndirnar aftur eftir að öfgamenn múslima vilja drepa teiknarann, er ögrun við múslima???????????? Þetta meikar ekki sens.
Með þessu eruð þið að styðja það að þessi ágæri teiknari verði tekinn af lífi án dóms og laga hvar sem í hann næst. Skammist ykkar báðir tveir.
Loopman, 21.3.2008 kl. 13:04
Ég er ósammála Loopman (hver sem hann nú er) um að ég sé að skrifa upp á ofbeldi eða hótanir múslíma. Það sem ég er að benda á er að ögranir virka í báðar áttir og eru einfaldlega ekki leið til að vinna að friðsamlegri sambúð þjóða og menningarheima. Þvert á móti þarf að sýna skilning og umburðarlyndi. Ofbeldi af hvaða tagi sem er (líka það sem einungis er sett fram í orðum) leiðir af sér meira ofbeldi. Er ómögulegt fyrir mannkynið að læra af biturri reynslu?
Árni Þór Sigurðsson, 21.3.2008 kl. 13:28
"ef marka má fréttir," ??
Hvaða fréttir eru það ?
Fransman (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:52
Ég skrifa nafnlaust hér, en undir nafni annarsstaðar á netinu. Hér kýs ég að gera það vegna þess að mér finnst það vera eitt það besta við netið, en það versta líka :) Ég reyni bara að líta á björtu hliðarnar.
Ég skal nefna dæmi um ögranir... Salman Rushdie. Bókin Satanic Verses kom út í Íran og fékk góða dóma í fjölmiðlum þar og Salman var talinn besta skáld hins Islamska heims þegar þetta var. Hans hróður jókst og bókin fékk góða dóma útum hinn islamska heim almennt. Það er ekki fyrr en bókin kemur út í Bandaríkjunum heilum 8 mánuðum síðar, og góðir dómar um hana birtast í NY Times eða Washington Post (man ekki hvort það var í augnablikinu) að Khomeini verður brjálaður. Hann sér þetta sem árás á Islam og setur bann á Rushdie. Það var ekki bókin eða höfundurinn sem var málið, heldur jákvæðir dómar í USA.
Svo framarlega sem öfgamenn islam komast upp með að hræða líftóruna úr okkur með hótunum um og í raun alvöru hryðjuverkum, þá er það ekki í lagi. Þá eru það þeir sem ögra okkur en ekki öfugt. Hvar stoppar það?
Í Bretlandi þar sem ég bjó innan um múslima og nálægt þeim sem sprengdu í London fyrir nokkrum árum er ástandið þannig að einmitt vegna þessa "umburðalyndis" svokallaða að róttæknin nær að grassera. Fyrst og fremst er þetta umburðarlyndi komið vegna þrákelkni þarlendra stjórnmálamanna sem taka opnum örmum við öllum rugludöllunum sem vilja koma inn. Helstu terrorista hugsuðir nútímans búa allir á Englandi.
Það er mannréttindasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sem er undirstaðn að þessu. Það má ekki senda menn heim ef þeir eiga á hættu að verða drepnir, fangelsaðir eða refsað með öðrum hætti. Og Breskum stjórnmálamönnum finnst það allt í lagi að vernda þessa menn sem hafa verið brottrækir allstaðar úr miðausturlöndum vegna öfga skoðana og hryðjuverka. Dæmi eru samtökin Hisp ut-Tahrir sem er bönnuð út um allt, en í Bretlandi er ekkert gert við þá. Þetta eru hættulegustu samtök sem ég veit um.
Annað dæmi um undirlægjuhátt og almennan aumingjaskap Breta og þeirra sem hugsa eins og þú virðist gera, er Abu Hamza, sjá mynd af honum hér: Hann er núna í fangelsi fyrir aðild að þjálfun píslavotta og hryðjuverkum. Hann naut verndar Breta þangað til að Bandaríkjamenn vildu fá hann framseldan vegna hryðjuverka. Ef þú þekkir ekki Abu Hamza úr Finsbury moskunni í London þá legg ég til að þú googlir hann vandlega. Bretar brugðust ekki við fyrr en það átt að setja hann í Guantanamo. Þá var hann tekinn.
Það má ekki gefa eftir skoðunum öfgamanna sem í raun eru að bullýa alla með því að vera jafnt fórnarlömb "trúarbragaða ofsókna, kynþáttahaturs" og fleira. Á sama tíma er allt í lagi að þeir sprengi sendiráð, brenni þjóðfána, birti viðbjóslagar myndir af gyðingum, afneiti helförinni (menn eru fangelsaðir fyrir það í Þýskalandi) og hóti ofbeldi ef þeim er ekki hlýtt í einu og öllu.
Árni Þór, þú ert enginn bjáni, þannig að ég hvet þig til að kynna þér málin betur sjálfur, og ég skal hitta þig og sýna þér þetta svart á hvítu ef þú hefur áhuga. Það þarf stóran mann til að geta skipt um skoðun, ert þú nægilega stór til þess?
Loopman, 21.3.2008 kl. 13:55
Loopman þú færð 11 af 10 mögulegum fyrir þessi skrif hjá mér, ég vona að fólk fari að átta sig á því hvað er í gangi og hætti þessum sleikjuskap, ég las það á annari síðu þegar að Kolbrún Halldórsdóttir sem er þekkt fyrir kvennréttindarbaráttu skrapp til Sádi-Arabíu og klæddi sig upp að hætti þarlendra kvenna þegar hún var í heimsókn á vegum Alþingis og eru stjórnvöld í Sádi-Arabíu þekkt fyrir flest annað en að virða réttindi kvenna ... enn og aftur kemur lagið upp í hugan á mér "bara ef það hentar mér"
Sævar Einarsson, 21.3.2008 kl. 14:13
Ég hafði það lengi vel á tifiningunni að Steingrímur J. Sigfússon og hans gengi væru deyjandi tegund manna sem stæðu gegn framförum. En síðan myntu múslimarnir á sig sem eru enn á 13.öld og vilja bara hafa það þannig. Þeir sem voga sér svo að vera þeim ósammála fá það óþvegið.
Gott hjá dönskum að gera grín að þessu liði, hvað með það? Er það óvirðing við þá? já alveg örugglega. Það hefur enginn rétt á því að verða ekki móðgaður en það eiga allir rétt á sínu lífi og sínum grundvallaréttindum. Að gera grín að mönnum sem klæða konurnar sínar upp eins og býflugnabónda og kúga þær um leið er ekki stærsta vandamál heimsins.
Kemur svo sem ekki á óvart að menn sem fylgja vinstristefnu sem drap fleirri á 20.öld en öll stríð sömu aldar til samans, skuli taka upp hanskan fyrir auðru eins rugli.
Hvað varðar kynþáttahatur þá er það jafn slæmt og annað ofbeldi.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 14:25
Ýmis þeir sem gera athugasemdir við þessa færslu hafa bersýnilega misskilið ádrepu mína hrapallega. Ég er bara ekkert að tala um misgjörðir heittrúaðra múslíma. Ég er að benda á að kynþáttafordómar og ögranir ganga í báðar áttir og að við sjáum m.a. brjótast út í þessu hrikalega og tilgangslausa morði á blaðburðadreng í Danmörku. Ber að skilja menn svo að þeir verji það, í nafni "prentfrelsis" sem getur alið á kynþáttafordómum? Ég á bara mjög erfitt með að trúa því.
Árni Þór Sigurðsson, 21.3.2008 kl. 14:41
Ég sé að einhverjir eru að gera athugasemdir við að ég hafi lokað á athugasemdir. Þar er um fullkomna handvömm að ræða þar sem ég var eitthvað að vesenast í stillingum hjá mér. Hef þegar opnað aftur (held allavega að það hafi tekist).
Árni Þór Sigurðsson, 22.3.2008 kl. 17:58
Loopman er sennilega þessi maður hér : http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/#entry-482367
hugleysingi í köben sem lokar á menn sem gangrýna hans skrif. Þessi maður hatar múslíma og elskar israel og allt sem þaðan kemur.. ekki nokkurt mark takandi á þessum manni..
Ég er sammála þér Árni, blöðin ýta undir kynþáttahatur.
Óskar Þorkelsson, 23.3.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.