Stjórnarflokkarnir auka álögur á aldraða í borginni

Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu um tæp 9%.  Þessi ákvörðun skýtur skökku við, því fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor voru allir flokkar sammála um að nú þyrfti að bæta kjör og aðstæður aldraðra.  Við Vinstri græn leggjumst gegn þessari hækkun og teljum sérkennilegt að meirihlutinn telji að aldraðir í borginni séu sérstaklega aflögufærir.  Við afgreiðslu málsins í velferðarráði lagði fulltrúi Vinstri grænna fram þessa bókun:

"Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í vor lýstu allir flokkar sem eiga fulltrúa í Velferðarráði því yfir að það væri forgangsverkefni að leiðrétta kjör og aðbúnað eldri borgara. Það skýtur því skökku við að fyrstu áþreifanlegu aðgerðir meirihlutans skuli vera að hækka gjaldskrá fyrir heimaþjónustu og aðra þjónustu við aldraða og öryrkja um tæp 9%. Á það skal bent að það hefur tekið stóran hóp eldri borgara 11 ár að fá launahækkun er nemur þeirri gjaldskrárhækkun sem nú á að framkvæma á milli ára . Í ljósi kosningaloforða sem miðuðu við að málefni eldri borgara yrðu sett í forgrunn leggst fulltrúi Vinstri grænna gegn fyrirhugaðri gjaldskrárhækkun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja til.  Er það krafa Vinstri grænna að hætt verði við þessar gjaldskrárhækkanir og kröftunum frekar beint í að bæta kjör og þjónustu við eldri borgara og öryrkja í samræmi við gefin fyrirheit í síðustu kosningum."

Full ástæða er til að vekja athygli á þessu, enda var það örugglega ekki það sem aldraðir borgarbúar máttu vænta miðað við umræðuna fyrir kosningar.  En borgarstjórnarkosningarnar eru því miður liðnar og enn langt í að kjósendur geti kosið nýja borgarstjórn.  Hins vegar eru þingkosningar í vor og þá er tækifæri til að muna hvernig kosningaloforðin frá því í vor eru efnd nokkrum mánuðum eftir kosningar.

Í hádegisfréttum NFS í dag, fimmtudag 26. okt., var viðtal við mig um málið sem hægt er að hlusta á á www.visir.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband