Stóriðjustefnan sigrar í kraganum

Prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi (kraganum) er lokið.  Þar tókust á þau Gunnar Svavarsson forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður en bæði sóttust eftir 1. sæti listans.  Talsverðar breytingar verða hjá flokknum í kjördæminu þar sem Rannveig Guðmundsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, sem voru í efstu sætunum í síðustu kosningum, verða ekki í kjöri næst.

Það hljóta að teljast nokkur tíðindi að Gunnar Svavarsson skyldi sigra Þórunni í prófkjörinu.  Raunar munaði að sögn ekki miklu á fylgi þeirra en nóg samt.  Einkum er það eftirtektarvert að stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar skuli verða ofan á hjá samfylkingarfólki í suðvesturkjördæmi.  Þar ræður mestu að flokkurinn er sterkur í Hafnarfirði og virðist eins og Hafnfirðingarnir hafi sammælst um að tryggja Gunnari 1. sæti og Katrínu Júlíusdóttur 2. sæti.  Katrín hefur verið þingmaður í eitt kjörtímabil en lítið hefur farið fyrir stjórnmálastörfum hennar, helst hefur frést af henni á síðum glanstímarita, en það getur líka talið.  Hjá sumum stjórnmálaflokkum.

Ljóst er að við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði munum berjast gegn stækkun álversins í Straumsvík.  Það munum við m.a. gera í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi leiðir okkar starf.  En það mun líka verða áberandi mál í komandi kosningabaráttu vegna alþingiskosninganna.  Frambjóðendur Vinstri grænna munu þá mæta einarðri stóriðjusveit Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks.  Í því ljósi er niðurstaða prófkjörs Samfylkingarinnar eftirtektar- og umhugsunarverð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst einkennilegt að lesa skrif þín um að stóriðjustefnan hafi sigrað í kraganum. Ef ég skil málið rétt, þá er það í þeim farveg að íbúar fá að kjósa um það. Mér finnst það afskaplega lýðræðisleg og jákvæð nálgun á þetta mál, sem hefur margar hliðar. Það er greinilegt að VG geta ekki sætt sig við að meirihluti fólksins fái að ráða - það er VG-leiðin eða ekkert, svart eða hvítt, allt eða ekkert. Stjórnmál eru ekki svart-hvít, það þurfa margir innan VG að átta sig á.

Eggert Herbertsson (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 14:57

2 identicon

Mér finnst einkennilegt að lesa skrif þín um að stóriðjustefnan hafi sigrað í kraganum. Ef ég skil málið rétt, þá er það í þeim farveg að íbúar fá að kjósa um það. Mér finnst það afskaplega lýðræðisleg og jákvæð nálgun á þetta mál, sem hefur margar hliðar. Það er greinilegt að VG geta ekki sætt sig við að meirihluti fólksins fái að ráða - það er VG-leiðin eða ekkert, svart eða hvítt, allt eða ekkert. Stjórnmál eru ekki svart-hvít, það þurfa margir innan VG að átta sig á.

Eggert Herbertsson (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband