21.11.2006 | 21:32
Stefnumálin í forvalinu
Ég tel mikilvægustu verkefni íslenskra stjórnmála næstu árin vera:
Umhverfi og atvinna
Íslenskt atvinnulíf taki mið af hagsmunum komandi kynslóða og umhverfi og náttúruvernd verði alltaf leiðarljós.
Stefna í orkunýtingu taki mið af þeim verðmætum sem felast í verndun náttúru og umhverfis.
Forysta í þróun nýrra, umhverfisvænna og endurnýjanlegra orkugjafa.
Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, m.a.með stórefldum almenningssamgöngum.
Menntun og menning
Treysta stoðir allra skólastiga og tryggja öllum jafnan aðgang að menntun.
Stórefla rannsóknir, vísindi og þróun á háskólastigi.
Styðja við listsköpun og menningu og auka hlut þeirra í atvinnulífi landsmanna.
Jafnrétti og velferð
Standa vörð um eitt öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla landsmenn.
Útrýma launamun kynjanna og ráða niðurlögum kynbundins ofbeldis.
Fjölga tækifærum fatlaðra, innflytjenda o.fl. og tryggja jafnt aðgengi þeirra að samfélaginu öllu.
Treysta lýðræðislegt og efnahagslegt sjálfstæði sveitarfélaga og færa þjónustu og verkefni nær íbúum.
Ísland og alþjóðasamfélagið
Taka upp sjálfstæða og óháða utanríkisstefnu sem tekur mið af sjálfbærri þróun, félagslegu og efnahagslegu réttlæti.
Leggja lið baráttu kúgaðra og undirokaðra þjóða hvar sem er og stuðla að uppbyggingu lýðræðislegra samfélaga.
Beina sjónum að vaxandi misskiptingu milli þjóða heims og leggja okkar lóð á vogarskálina í baráttunni gegn fátækt, kúgun, sjúkdómum og hungri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.