Á heimleið

Ég er nú staddur á hinum heimilislega Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.  Flaug í morgun frá Pétursborg eftir 5 vikna dvöl þar og hingað til kóngsins Kaupinhafnar og bíð hér eftir flugi heim.  Það verður unaðslegt að koma heim eftir þetta langa dvöl fjarri heimahögum, ekki síst fjölskyldunni.

Í gærkvöldi hitti ég félaga úr karlakórnum Heimi í Skagafirði, en kórinn ásamt fylgdarliði var kominn til Pétursborgar og mun halda tónleika þar á mánudagskvöld.  Margt ágætra kunningja er í hópnum og gaman hitta svo hresst og skemmtilegt fólk og taka með því lagið.  Vonandi ganga tónleikar þeirra vel.

Þessi síðasta vika hefur verið býsna viðburðarrík hjá mér í Pétursborg.  Ekki vildi betur til, þegar ég var í Novgorod um síðustu helgi, en að ég veiktist af lungnabólgu og kynntist heilbrigðiskerfinu ágætlega, bæði í Novgorod og svo einnig í Pétursborg vegna áframhaldandi rannsókna og meðferðar.  Svo gerðist það sem ég hef aldrei lent í áður að ég var rændur og missti ég þar minn ágæta síma með "vitinu", upplýsingum um símanúmer o.s.frv. en verst þótti mér samt að í símanum var líka forláta myndavél.  Og til að kóróna allt gleypti hraðbanki einn bankakortið mitt og tókst mér ekki að fá það eftur áður en ég yfirgaf landið.

En Pétursborg er kvödd að sinni, vonandi gefst tækifæri til að heimsækja hana fyrr en síðar á nýjan leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Það er eins gott að þú ert að koma heim, hér er allt í rusli ! Það er búið að rífa Stálsmiðjuna og slippurinn er á förum. Ruglið er algjört, það á að byggja risavaxin hús á hafnarbakkanum, alveg frá byggingu tónlistarhús og út alla Mýragötu. Þetta er skipulag sem stenst ekki umhverfislög, hvað þá fjárlög, því lausnin á umferðarmálum verða jarðgöng og stokkar í allar áttir fyrir hundruð miljarða. Fjársóun og umhverfisslys af óþörfu, því borgin á land í miðri borg fyrir þessi hús og starfsemi. Menningaverðmæti eru brotin niður um alla borg, nú síðast á að fara að brjóta niður fyrir Listaháskóla, þú hlýtur að skilja hlutverk menningarverðmæta eftir dvölina í Pétursborg. Hugsaðu þér þar sem slippurinn er, dró Ingólfur Arnason sitt skip á land fyrir meira en 1000 árum. Óska þér skjótan bata og vonandi finnurðu símanúmerin aftur.

Sturla Snorrason, 3.8.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Árni, og velkomin heim.  Hvað varstu að gera í Pétursborg?  Varstu á eigin vegum?  Varstu á vegum hins opinbera, á okkar kostnað?  Hvert var tilefni ferðarinnar ef þú fórst á vegum hins opinbera og hvað kostaði ferðin og hverjir voru með þér í ferðinni?

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 4.8.2008 kl. 01:51

3 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæl Ásgerður.

Þú þarft engar áhyggjur að hafa, ég var í Pétursborg á mínum eigin vegum, við nám og notaði sumarfríið mitt í það.

Árni Þór Sigurðsson, 5.8.2008 kl. 10:05

4 identicon

Sæl Ásgerður, og velkomin heim. Hvað varstu að gera á Austfjörðum? Varstu á eigin vegum? Varstu á vegum hins opinbera, á okkar kostnað? Hvert var tilefni ferðarinnar ef þú fórst á vegum hins opinbera og hvað kostaði ferðin og hverjir voru með þér í ferðinni?

Jói Jóns (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband