Margrét rekin

Þingflokkur hinna Frjálslyndu hefur rekið Margréti Sverrisdóttur úr starfi framkvæmdastjóra þingflokksins.  Hin opinbera skýring formannsins er að það samræmist ekki starfi hennar að fara í framboð í næstu þing-kosningum.  Það átti hins vegar ekki við í síðustu borgarstjórnar-kosningum og heldur ekki í síðustu þingkosningum.  Augljós tylliástæða. 

Miklu líklegra er, eins og Margrét telur sjálf, að andstaða hennar við kynþáttafordómastefnu Jóns Magnússonar og fleiri sem hafa verið að berja á dyr flokksins.  Formaður þingflokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, sem jafnframt er varaformaður flokksins, segir einmitt að umræðan um málefni innflytjenda eigi áreiðanlega sinn þátt í fylgisaukningu flokksins í nýjustu Gallup könnun.  Magnús hefur verið í hópi þeirra sem helst hafa haft uppi kynþáttafordóma í forystu flokksins.  Margrét hefur mjög mótmælt þessum viðhorfum og er nú látin gjalda þess.  Í hinum Frjálslynda flokki!!

Margrét Sverrisdóttir er og hefur verið burðarásinn í starfi flokksins.  Hún hefur borið uppi starf þingflokksins, en þessi 3ja karla þingflokkur er vita handalaus án Margrétar.  Hún er líka sú sem helst hefur höfðað til frjálslyndra kjósenda.  Ekki er óliklegt að brottrekstur hennar sé upphafið á feigðarför sem flokkurinn er lagður af stað í. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband