24.10.2008 | 16:58
Kynbundinn launamunur staðfestur
Nú hefur ríkið staðfest kynbundinn launamun í æðstu stjórnunarstöðum í ríkisbönkunum nýju. Bankastjóri Kaupþings fær 1950 þús. kr. á mánuði en bankastjóri Glitnis fær 1750 þús. kr. Bankastjóri Kaupþings er karl en bankastjóri Glitnis er kona. Og nú er þessi kynbundni launamunur á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Hvernig skýra þær Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir þennan mun? Og eru þetta ekki býsna há laun miðað við það sem þjóðin almennt býr við?
Finnur launahæstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Forval VG
- Við styðjum Árna Þór Stuðningshópur Árna Þórs á Facebook
- Ganga í VG Inntökubeiðni í Vinstri græna
- Andrés Ingi Jónsson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Árni Haraldsson
- Brynja Björg Halldórsdóttir
- Davíð Stefánsson Frambjóðandi í forvali VG
- Gunnar Sigurðsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Kristján Ketill Stefánsson
- Paul F. Nikolov
- Vilhjálmur Árnason
Vinstri græn
Síður félaganna í Vinstri grænum
- Audun Lysbakken's blogg Audun Lysbakken er varaformaður Sosialistisk venstreparti í Noregi
- Ögmundur Jónasson
- Hlynur Hallsson
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Svandís Svavarsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Ásmundur Einar Daðason Þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi
Þingmál ÁÞS
Þingmál sem ég hef lagt fram á Alþingi, ýmist sem fyrsti flutningsmaður eða í félagi við aðra þingmenn.
- Markaðsvæðing samfélagsþjónustu Þingsályktunartillaga, ÖJ o.fl.
- Brottfall vatnalaga Frumvarp, SJS o.fl.
- Rannsóknir og sjálfbær nýting jarðhitasvæða Þingsályktunartillaga, ÁI o.fl.
- Almenningssamgöngur (endurgr. virðisaukaskatts og olíugjalds) Frumvarp, ÁI og ÁÞS
- Umferðarlög (forgangsakreinar strætisvagna) Frumvarp, SVÓ o.fl.
- Íslenskukennsla fyrir innflytjendur Þingsályktunartillaga, KJ o.fl.
- Húsafriðun (aldursákvæði og hverfisvernd) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Raforkulög (aðgengilegir orkusölusamningar) Frumvarp, SJS o.fl.
- Friðlandið í Þjórsárverum og verndun Þjórsár Þingsályktunartillaga, KH o.fl.
- Réttindi og staða líffæragjafa Þingsályktunartillaga, SF o.fl.
- Áhættumat vegna virkjana í Þjórsá Þingsályktunartillaga, AG o.fl.
- Framhaldsskólar (afnám innritunar- og efnisgjalda) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Heildararðsemi stóriðjuframkvæmda Þingsályktunartillaga, SJS o.fl.
- Friðlýsing Jökulsánna í Skagafirði Þingsályktunartillaga, JB o.fl.
- Loftslagsráð Þingsályktunartillaga, KH o.fl.
- Sveitarstjórnarlög (áheyrnarfulltrúar) Frumvarp, ÁÞS og KH
- Sala eigna ríkisins í Hvalfirði Fyrirspurn til fjármálaráðherra, ÁÞS
- Sala eigna ríkisins í Hvalfirði Svar fjármálaráðherra
- Samningar, viljayfirlýsingar og fyrirheit ráðherra Skýrslubeiðni til forsætisráðherra, JB o.fl.
- Mannréttindabrot og fangabúðir í Guantanamo Þingsályktunartillaga, KJ o.fl.
- Kostnaður við Kárahnjúkavirkjun Skýrslubeiðni til iðnaðarráðherra, ÁI o.fl.
- Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðra Fyrirspurn til félagsmálaráðherra, ÁÞS
- Kosningalög (áheyrnarfulltrúar í kjörstjórnum) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Stjórnunarkostnaður RÚV Fyrirspurn til menntamálaráðherra, ÁÞS
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- almal
- aring
- annaed
- annapala
- attilla
- skarfur
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- brell
- bleikaeldingin
- bardurih
- charliekart
- danielhaukur
- davidlogi
- silfrid
- egillrunar
- ekg
- esv
- einarolafsson
- elinsig
- jarlinn
- feministi
- vglilja
- mosi
- gudrunfanney1
- guru
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallgri
- hallurmagg
- hannesjonsson
- heida
- helgasigrun
- thjodviljinn
- hehau
- 730
- hilmarb
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- ingibjorgelsa
- ingolfurasgeirjohannesson
- ingo
- hansen
- jonthorolafsson
- killerjoe
- margretsverris
- mortenl
- paul
- pallvil
- hux
- ragnarna
- salvor
- sigfus
- msigurjon
- siggikaiser
- siggisig
- safi
- snorrason
- stebbifr
- fletcher
- baddinn
- steingrimurolafsson
- steinibriem
- manzana
- kosningar
- smn
- saedis
- soley
- tidarandinn
- ugla
- vefritid
- vestfirdir
- arh
- astamoller
- id
- olafurfa
- tolliagustar
- thorsteinnerlingsson
- arniharaldsson
- hilmardui
- jakobjonsson
- olafur-thor
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er bálill
Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 17:05
Sæll Árni
Þetta er góður punktur hjá þér og ég er þér alveg sammála.
Mér finnst einnig stílbrot að það skuli ekki hafa verið ráðin kona í þessa starf. Ég held að allir hefðu verið sáttari við það. Það hefði verið svo skýr skilaboð að það væri ætlun stjórnvalda að byrja á ný frá grunni með nýjar áherslur. það slær þokuskýi yfir sviðið nú þegar ráðin er einn af gömlu bankastjórunum úr "gamla kerfinu" til starfa sem bankastjóri í nýju ríkisbönkunum.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 22:28
Ekki það að ég réttlæti þessi háu laun, en Kaupþing er mun stærri banki og skýringin gæti legið í því. En þetta kynjakjaftæði er voðalega þreytt hjá ykkur í VG. Það á að ráða hæfasta fólkið, burt séð frá því hvað er í klofinu á því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2008 kl. 23:56
Sæll Gunnar.
Sannleikurinn er sá að Kaupþing er alls ekki mun stærri banki, nú þegar erlendi hlutinn hefur verið skilinn frá, hann var það áður. Þannig að þessi rök þín halda því miður ekki.
Árni Þór Sigurðsson, 25.10.2008 kl. 00:10
Er búið að athuga hvort karlinn sé kannski með meira af diplómum? eða hann kannski hæfari en konan á einhverjum sviðum??
Nei nú spyr ég bara.....
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 11:09
Væl er þetta um kynjamun, þegar höfuðrangindin felast í því að hafa Davíð O. og þennan bankastjóra Kaupþings á hærri launum en forsetinn fær og 850.000 krónum hærri en forsætisráðherrann!!! Hvenær ætla menn að lækka laun Davíðs? Og niður með laun hinna bankastjóranna tafarlaust! – þau eru jafnvel þröskuldur í vegi þess að lækka laun Davíðs eins og augljóst er, að gera ber, sbr. ennfremur þessa pistla mína: Geir H. Haarde stendur örlagastöðuna með Davíð sem Björn að baki Kára og Hvar getur ólærðari aðalseðlabankastjóra? og ekki sízt: Til hvers er verið að veita bankastjóra Kaupþings nær 2 milljónir á mánuði?
Jón Valur Jensson, 25.10.2008 kl. 12:16
Já, Árni Þór, þetta er hneysa. Og ekki skánar það þegar karlgreyið í Kaupþingi er sá sem ábyrgðina axlar. Það er ekki honum að kenna að formúlan um kynbundinn launamun virðist vera greipt í stein hjá ráðafólki.
Ráðherrar jafnaðarmannaflokksins eru ráðalausir og koma af fjöllum í stað þess að nýta tækifærið og leggja nú línurnar samkvæmt kosningaloforðunum sínum.
Bestu,
s
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:20
"....formúlan um kynbundinn launamun".
Er hún til? Hvernig er hún?
Auðvitað er hún ekki til, nema í höfðinu á róttækum feministum. Og ef þær ætla að berjast á móti kynbundnum launamun á þessum nótum, þ.e. að þarna úti sé einhver vondur kall sem hefur það að markmiði að halda launum kvenna niðri, þá er ekki von til þess að árangur náist. En stundum er launamunur á milli manna réttlætanlegur, en það er óháð því hvort eitthvað dingli í klofinu eða ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2008 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.