Norskir fjölmiðlar greina frá kröfu um afsögn forsætisráðherra

Dagblaðið Aftenposten í Noregi greinir frá kröfu mótmælenda í Reykjavík í gær.  Þar er bæði krafist afsagnar forsætisráðherra og seðlabankastjóra.  Frétt Aftenposten má lesa m.a. hér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ekki veit ég hver er fréttaritari Afonposten á Íslandi en hér og hér og hér og hér minnist engin af fréttariturum bloggsins á að þess hafi verið krafist að hinn norskættaði Geir segði af sér.

Að öðru. Ég spurði þig atvinnustjórnmálamanninn sem ég geri ráð fyrir að verði einn af þungaviktarmönnum í næstu ríkisstjórn út í ummæli þín í síðustu færslu en þú sagðir m.a:

"...að sjónarmið réttlætis, jöfnuðar og samhygðar ráði ferð og taki við af græðginni, misskiptingunni og sérhyggjunni..."

Ég skil ekki alveg hvernig stjórnmálamaður sem situr á þingi getur séð til þess að samhygð taki við af græðgi. Hvernig er það gert?

Ég er óflokksbundin og spyr vegna þess að ég sætti mig ekki lengur við innatóm slagorð. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að stjórnmálamenn ústkýri hvernig þeir ætli að fara að. Já, að þeir útskýra á mannmáli hvernig þeir ætli að framkvæma það sem þeir boða, aður en gengið er til kosninga.

Benedikt Halldórsson, 26.10.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Enginn íslenzku fjölmiðlanna hefur greint frá því að krafizt hafi verið afsagnar forsætisráðherra í þessum mótmælum og ekkert sagði um það í fréttatilkynningu aðstandenda þeirra. Það hef ég bara séð í Aftenposten. Reyndar segir Aftenposten líka að mótmælin hafi byggst á þeirri kröfu að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hvergi í íslenzkum fjölmiðlar kemur þó neitt slíkt fram né í umræddri fréttatilkynningu. Frétt Aftenposten er því mjög skrítin svo ekki sé meira sagt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband