Eins og við var að búast frá AGS

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans í dag, um 50%, var augljóslega ein af kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).  Ríkisstjórnin, sem sagði að engin skilyrði fylgdu láni sjóðsins sem við myndum ekki þurfa að grípa til hvort eð væri, bendir til að ríkisstjórnin hafi annað hvort ekki vitað hvað var í pípunum, eða að hún hafi sjálf talið nauðsynlegt að stórhækka stýrivexti.

Þessi skilyrði sjóðsins koma þó ekki á óvart.  Það er nákvæmlega svona sem hann hefur starfað víða um lönd og skilið eftir sig sviðna jörð.

Meginrökin eru þau að það þurfi að slá á verðbólguna og það hratt.  Og í annan stað að koma í veg fyrir fjármagnsflutninga úr landi.  Afleiðingarnar verða fjöldaatvinnuleysi, gjaldþrot heimila og fyrirtækja.  Það er það sem fylgir í pakka AGS.  Mér finnst ótrúlegt að íslenskir jafnaðarmenn, og jafnvel forystumaður í Alþýðusambandinu, tali með svo mikilli mærð um aðkomu þessa sjóðs að efnahagsmálum Íslendinga.  Getur verið að það sé markmið þessara aðila að við þurfum að horfa hér upp á geigvænlegt atvinnuleysi og landflótta?  Eða er það markmiðið um ESB-aðild sem ræður för?  Helgar tilgangurinn meðalið?  Því verður vart trúað.


mbl.is Vaxtahækkun vegna IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með fullri virðingu heldurðu kannski ennþá að við höfum val. Það er langt síðan við misstum allt val í þessum efnum. Við reyndum, við spiluðum og við töpuðum. Já, þetta á eftir að sökka feitt, já, AGS er viðbjóðsleg stofnun, en hvað viltu gera í staðinn? Landið verður ekki lagt neinu minna í rúst án AGS, það er einmitt þess vegna sem AGS kemst upp með sitt, vegna þess að þjóðir hafa ekkert annað val.

Maður rífst ekki við sverðið sekúndum áður en það heggur af manni höfuðið. Þetta er búið, við töpuðum, nú gerum við eins og okkur er sagt og það verður ekkert öðruvísi.

Endilega fáðu mig til að skipta um skoðun, ég óska fæsts heitar en að þetta sé rangt hjá mér.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir-laug (aftur) þegar hann sagði "engin óaðgengileg skilyrði". Það verður að fara að setja þessa menn af, þetta gengur ekki!

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Var það ekki þetta sem ISG var að óska eftir þegar hún krafðist þess að við tækjum lán hjá IMF strax?

Sigurður Þórðarson, 28.10.2008 kl. 12:06

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Bofs: Þetta voru greinilega aðgengileg skilyrði og væntanlega krafa frá IMF og bara heimskulegt ef ríkisstjórnin hefði sagt að hækkun stýrivaxta væri óaðgengilegt skilyrði. Hvar værum við stödd þá?

Er ekki best að sjá hvað þeir geta gert, þótt trúin sé ekki mikil þessa stundina.

Guðmundur Björn, 28.10.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband