Og fjölmiðlar spyrja engra spurninga!

Það vakti athygli að þegar þessi frétt var birt þá tóku fjölmiðlar við henni gagnrýnislaust og spurðu engra ágengra spurninga, t.d. hvort búið væri að skrifa undir samkomulagið, hvaða skuldbindingar væru nákvæmlega í því, hvenær það yrði lagt fyrir Alþingi, hvort fjölmiðlar fengju að sjá skjalið og svo framvegis.

Ráðamenn hafa svo oft orðið tvísaga í þessum málum öllum að það verður að fá allt upp á borðið.  Fjölmiðlar gegna ríku lýðræðislegu hlutverki í því efni.  Munu þeir standa sig?


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

viltu fá að vita hversu háar upphæðir þetta eru? viltu vita hversu há afborguninn verður fyrir ríkið og hvern og einn einasta Íslending?

Tékkaðu þá á þessum útreikningum á Icesave og IMF. 

tölurnar fá mann til að svima. 

Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 21:38

2 identicon

Auðvitað er búið að spyrja, það var vafalaust fátt annað gert á fréttastofum landsins í kvöld. Það eru svörin sem fara í fréttirnar þegar þau berast.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Engin spyr hvenær Bretar ætla aflétta hryðjuverklögunum á okkur

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gunnar, Landsbankinn nýtur enn heiðurssætis hjá Bretunum.

http://www.hm-treasury.gov.uk/fin_sanctions_currentindex.htm

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á meðan fela huglausir hryggleysingjar og landsölumenn sig á bak froðubólstra tilgangslausrar skriffinnsku. Sjá hér. Reglugerðarfasismi EU hefur sigrað ekki skal hvikað þótt svelti börn og sviðni jörð. Aldrei skal fordæmi undanláts eða tillits til aðstæðna ráða. Þetta viljum við svo selja okkur inn í. Það er í raun bara formsatriði héðan í frá. Ég er farinn úr landi.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 06:02

6 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Nú þegar DV hefur birt viljayfirlýsinguna, má sjá að búið er að gera samkomulag við Verkalýðshreyfinguna á Íslandi varðandi kjaramál - þjóðarsátt.

Skyldi formaður BSRB,  formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og þingmaður VG hafa samið um það?

Búið er að afgreiða sem lög frá Alþingi tekjutengdar atvinnuleysisbætur.  Það þýðir að þeir einstaklingar sem hafa haft laun undir 200.000 krónum á mánuði muni fá 130.000 kr. í atvinnuleysisbætur á meðan einstaklingur með 600.000 krónur á mánuði fær 220.000 krónur.

Þennan gjörning samþykktu VG

Ekkert af þessu hafa fjölmiðlar fjallað um! 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 17.11.2008 kl. 11:43

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Mér var kennt þegar ég var ungur að ríkisvaldið væri þrískipt: Löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald.  En öllum þessum væri til stuðnings vald fjölmiðla. Vald fjölmiðla sæi til að þessir væru alltaf undir smásjánni og hefðu aðhald. 

Núna er það svo að fjölmiðlar á Íslandi eru þeir allra lélegustu sem til eru: Afskiptalaust láta þeir umræðuna fara framhjá sér, og ástandið í fjölmiðlum líkist verstu gúrkutíð. 

Spillingin á sér engar hömlur. Búið að gerspilla fréttamannastéttinni!

Baldur Gautur Baldursson, 17.11.2008 kl. 12:58

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er athyglisvert að sjá hversu mikilvægir laugardagsfundirnir eru orðnir. Ráðamenn reyna að koma með "hjálparpakka" stutt fyrir fundinn og henda í mann verstu fréttunum á sunnudögum. Ráðamenn eru með réttu hræddir við almenning enda hafa þeir svikið almenning og almenningur sýnir þeim því ekkert traust og enga hollustu. Ráðamenn munu finna fyrir því hvernig er að búa í samfélagi sem álítur ráðamenn vera glæpamenn og föðurlandssvikara. Segið af ykkur eða búið ykkur undir byltingu!

Héðinn Björnsson, 17.11.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband