14.1.2009 | 11:59
Ríkishryðjuverk og stríðsglæpir
Frá því fyrir áramót hefur Ísraelsher beitt stórvirkum vígtólum sínum á palestínska þjóð og nú liggja um 1000 manns í valnum. Meira en 95% þeirra eru Palestínumenn, fallnir ísraelskir hermenn nokkrir tugir. Um helmingur fallinna eru konur og börn. Dæmi eru um að Ísraelsmenn hafi þvingað palestínska borgara inn í hús til þess eins að varpa síðan á þau sprengjum.
Ísraelsríki brýtur alþjóðalög og samninga, meðal annars um mannréttindi. Þar má nefna Genfarsáttmálann um vernd óbreyttra borgara. Ísraelsríki virðir ekki samþykktir Sameinuðu þjóðanna og virðist gera það með stuðningi Bandaríkjastjórnar. Ísraelsher hefur gerst sekur um að varpa sprengjum á starfsstöðvar hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna á Gaza svo þeim er gert ómögulegt að sinna mannúðar- og hjálparstörfum. Atburðirnir á Gaza eru ekkert annað en hryðjuverk af hálfu ríkisstjórnar Ísraels, stríðsglæpir, og þetta er hvergi nærri í fyrsta skipti sem Ísraelsher gerir sig sekan um svona framferði. Ísraelsher beitir ólögmætum vopnum, gerir óbreytta borgara að skotmörkum, lætur sprengjum rigna á starfsstöðvar hjálparstofnana, skerðir fjölmiðlafrelsi, kemur í veg fyrir að fólk geti flúið átakasvæðið og svo framvegis. Hér á ekki við lögmálið um auga fyrir auga heldur miklu fremur auga fyrir augnhár svo vitnað sé í Ísraelsmanninn Avi Shlaim. Og alþjóðasamfélagið lætur þetta viðgangast.
Greinin er lengri og hefur þegar birst í heild á vefsvæði Smugunnar: http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/605
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.