Kannski nóg að halda einn fund - og pakka svo saman!

Flokksþing Framsóknarflokksins samþykkir að hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið.  Hins vegar setur flokkurinn fram skilyrði fyrir aðildarviðræðum.  Þau skilyrðu eru þess eðlis að það þarf varla að halda nema einn fund með Brussel-liðum, því sendinefndin verður áreiðanlega send heim með fyrsta flugi.  Aðalspurningin er hvort Framsókn meinar eitthvað með skilyrðunum:

... tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. Þá sé fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.

... að staðfest verði að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Þá verði Ísland sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

... einnig verði fæðuöryggi þjóðarinnar tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar. Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður. Þá verði framleiðsla og úrvinnsla íslenskra landbúnaðarafurða tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra landbúnaðarstofna.


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband