Illa talað um samtök sveitarfélaga

Það vakti athygli mína að í fréttaflutningi af árlegum fundi borgar- og bæjarstjórasem haldinn var austur á landi nú nýverið, kom fram að ýmsir hefðu orðið til að gagnrýna Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir linkind í samskiptum við ríkisvaldið.  Þá var líka gagnrýnt að mikill hægagangur einkenndi starfið og frumkvæði væri ekkert.

Nú má vel halda því fram að ýmislegt í starfsemi Sambands sveitarfélaga mætti betur fara.  Oft hef ég talið að sveitarstjórnarmenn þyrftu að sýna meiri samstöðu í baráttunni við ríkisvaldið um fja´rhagsleg samskipti, verkaskiptingu o.fl.   Hins vegar er það mín reynsla, eftir að hafa setið í stjórn sambandsins í 4 ár og þar áður 4 ár í varastjórn, að á skrifstofu sambandsins starfar afar hæft fólk, sem leggur metnað sinn í að vinna vel að hagsmunamálum sveitarfélaganna.  Kveðjurnar sem þau fá frá bæjarstjórafundinum finnast mér nú heldur kaldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband