Víst brást stefnan

Það er bersýnilega einn þáttur í tilraun Sjálfstæðisflokksins til að ná fyrri stöðu sinni að telja þjóðinni trú um að stefna flokksins hafi ekki brugðist, heldur hafi fólk brugðist.  Þetta er kattarþvottur.

Einkavæðing bankanna, hömlulaus græðgi, skattalækkun til hálaunahópa og fjármagnseigenda og margt fleira í þeim dúr, var stefna Sjálfstæðisflokksins.  Ef það er trú forystumanna flokksins að sú stefna hafi ekki brugðist, hllýtur að vera rökrétt að álykta að flokkurinn hyggist halda þessari stefnu sinni áfram.  Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að endurreisa íslenskt samfélag með sömu stefnuna og keyrði samfélagið í þrot?

Sjálfstæðisflokkurinn á greinilega langt í land með að átta sig á því hvað olli hruninu.  Við þurfum ekki meira af þessari sömu stefnu.  Við þurfum nú alveg nýjar áherslur og ný gildi jöfnuðar, réttlætis og lýðræðislegra stjórnarhátta.  Núverandi ríkisstjórn tekur við þrotabúi frjálshyggjunnar og það er vissulega ekki létt verk að koma samfélaginu á rétta braut og byggja upp það sem brotið var niður.  En það er hægt.  Til þess þarf bjartsýna og vinnusama stjórn sem starfar í þágu almennings í landinu og hafnar sérgæsku og vildarpólitík í þágu útvalinna. 

Vinstri græn munu leggja sitt af mörkum til að það takist.  Þjóðin stendur frammi fyrir óvenju skýru vali í kosningunum 25. apríl.  Átján ár Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölinn hafa reynst okkur dýrkeypt, nú er kominn tími til róttækra breytinga og endurreisnar í anda félagshyggju.  Látum það tækifæri ekki ganga okkur úr greipum.


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband