Athyglisverð þróun

Þessi könnun um andstöðu við ESB-aðild er athyglisverð, ekki síst í ljósi umræðunnar sem varð í kjölfar bankahrunsins um að eina bjargræði okkar væri aðild að Evrópusambandinu.  Nú er þjóðin bersýnilega annarrar skoðunar og ef mér skjöplast ekki er það þriðja könnunin í röð sem sýnir þessa stöðu.

Nú geta vindar snúist býsna skjótt í þessu efni, en ef til vill eru þetta skilaboð þjóðarinnar til stjórnmálaflokkanna um að þeir þurfi að einbeita sér að öðrum og þýðingarmeiri málum í komandi kosningabaráttu.  Alþingiskosningarnar snúast um afkomu heimila og fjölskyldna nú og á næstu mánuðum.  Baráttan við atvinnuleysið og yfirvofandi gjaldþrot, grunnstoðir velferðarkerfisins, réttláta tekjuskiptingu í þjóðfélaginu og lýðræðislega og opna stjórnarhætti.  Allt eru þetta brýn úrlausnarefni sem við verðum að takast á við á heimavelli.  Núverandi ríkisstjórn hefur þegar hafist handa við að greiða úr þeim málum sem áralangt sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins og gjaldþrota stefna hans skilur eftir.  Það er úrslitaatriði fyrir framtíð þjóðarinnar að haldið verði áfram á þeirri braut sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hefur rutt.  Við munum aðeins komast út úr erfiðleikunum ef við byggjum upp og endurreisum samfélagið á grundvelli félagshyggju, jöfnuðar og kynjajafnréttis, réttlætis ogsjálfbærrar þróunar.


mbl.is Meirihluti andvígur ESB-umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þjóðin vill að stjórnvöld (les ríkisstjórn og Alþingi) komi með einhverjar lausnir fyrir heimilin í landinu sem eru unnvörpum að fara í þrot.  Ekki eitthvað froðusnakk úti í Brussel.  Talið við fólkið í landinu, segið okkur hvert þið stefnið með okkur.  Þá fyrst getum við farið að vinna úr okkar málum.

Sigríður Jósefsdóttir, 2.3.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

40% á móti, 35% með og 25% óákveðin. Ekki myndi ég vilja reyna að keyra jafn stórt mál í gegn á þessum stuðningi.

Héðinn Björnsson, 4.3.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband