Nýr meirihluti í Árborg

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Árborgar er fallinn.  Talsvert gekk raunar á í kjölfar síðustu bæjarstjórnarkosninga þegar til þessa meirihlutasamstarfs var stofnað og mörgum í fersku minni að oddviti Sjálfstæðismanna varð að taka sér ársleyfi frá störfum.

Nú er þessi meirihluti allur, aðallega vegna yfirgangs Sjálfstæðisflokks að því er sagt er.  Viðræður eru þegar hafnar milli Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna um myndun nýs meirihluta.  Eru miklar vonir bundnar við að þessum flokkum takist að mynda nýjan og kröfugan meirihluta í Árborg og eru raunar allar forsendur til þess að það megi takast.  Við Vinstri græn náðum prýðilegum árangri í bæjarstjórnarkosningunum í Árborg sl. vor og okkar fólk í Árborg er að sjálfsögðu reiðubúið að axla ábyrgð á stjórn bæjarins og vonandi getur nýr meirihluti tekið við fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband