Mun hitta Dalai Lama

Dalai LamaÁ þriðjudag mun Dalai Lama koma í heimsókn í Alþingi.  Þar mun forseti Alþingis taka á móti honum og síðan mun hann hitta fulltrúa úr utanríkismálanefnd þingsins. 

Þá gefst mér, sem formanni nefndarinnar, tækifæri til að ræða við þennan góða gest og friðarverðlaunahafa Nóbels.  Ég hlakka sannarlega til þess að heyra hvað hann hefur að segja um stöðu mála í Tíbet, en einnig um viðhorf hans til friðarmála og alþjóðamála almennt.  Vonandi verður einnig unnt að gera honum grein fyrir þeirri stöðu sem er uppi í íslensku þjóðlífi.  Dalai Lama er aufúsugestur á Íslandi.


mbl.is Dalai Lama í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband