Sigur í olíusamráðsmáli

Olíufélögin hafa verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Reykjavíkurborg og Strætó bs. tæpar 80 milljónir króna auk dráttarvaxta fyrir ólögmætt verðsamráð.  Niðurstaðan er ákveðinn sigur fyrir borgina og Strætó að sjálfsögðu, en einnig fyrir allan almenning í landinu þar sem nú hefur fengist viðurkennt fyrir dómi að verðsamráðið hafi verið ólögmætt og haft í för með sér fjárhagslegt tjón fyrir þolendur samráðsins.  Því ber að fagna.

Þetta mál á rætur að rekja allt aftur til ársins 1996 þegar borgin efndi til útboðs vegna kaups á olíu.  Þá munu olíufélögin þrjú hafa haft samráð um að Skeljungur myndi bjóða og hljóta viðskiptin en skipta skyldu félögin hagnaði á milli sín.  Telur dómurinn sannað að þetta hafi verið gert og er augljóst brot á samkeppnislögum.

Olíuverðsamráðsmálið hefur verið fyrirferðamikið umfjöllunarefni í samfélaginu hin síðustu ár og haft margvíslegar afleiðingar í för með sér.  Ríkissaksóknari hefur nú ákveðið að höfða mál á hendur forstjórum olíufélaganna þriggja vegna brota sem þeir eru taldir bera ábyrgð á, fyrir sína hönd og annarra starfsmanna fyrirtækjanna, m.a. næstu stjórnenda.  Verður fróðlegt að fylgjast með hvernig því máli vindur fram.

Nú er ljóst að ýmsir aðrir aðilar munu skoða möguleika sína á að höfða mál á hendur olíufélögunum í kjölfar dómsins í máli borgarinnar og strætó.  Ríkið mun vera að skoða málið hjá sér, útgerðarfélög, Flugleiðir og fleiri.  Það mun væntanlega skýrast á alllra næstu vikum hvaða stefnu þetta stóra mál tekur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband