Vinstri græn mótmæla leyndinni um raforkuverðið

Á fundi stjórnar Landsvirkjunar í dag var lagður fram samningur Landsvirkjunar og Alcan um raforkuverð til álversins í Straumsvík.  Álfheiður Ingadóttir er fulltrúi VG í stjórn Landsvirkjunar og hún mótmælti því að raforkuverðið væri laumuspil.  Hún lagði til að eigendum Landsvirkjunar, nefnilega þjóðinni, yrði gerð grein fyrir því hvert orkuverðið væri en því var hafnað.  Þar með yfirgaf Álfheiður fundinn og lagði fram ítarleg mótmæli og bókun sem má lesa hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Gott hjá ykkur að mótmæla þessari fáránlegu leynd. Manni líður aftur og aftur eins og í einhveju bananalýðveldi þar sem amerísk risafyrirtæki arðræna þjóðina. Vi breytum þessu í vor. Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.12.2006 kl. 20:19

2 Smámynd: Snorri Bergz

Fyndið, en ég spurði Álfheiði fyrir nokkrum hvort það væri ekki hægt að fá að sjá hjá henni hluta skjala Ólafs Friðrikssonar, en ég hafði þá fengið leyfi erfingja hans til að sjá gögn Ólafs, fyrir sitt leyti, og hafði ég þau þá flest önnur undir höndum. Álfheiður mun hafa fengið þessi gögn frá föður sínum, sem fékk þau frá Einari Olgeirssyni, sem fékk þau frá Ólafi sjálfum á sínum tíma. Ég heyrði af öðrum, sem hafði einnig reynt að fá að sjá þessi gögn hjá Inga og síðar Álfheiði. En það mátti ekki. Skjölin voru víst "leyndó." Ég hló mig því máttlausan þegar ég las þetta blogg hjá þér um viðbrögð Álfheiðar, sem mér skilst reyndar að sé hin vænsta kona og hef ég ekkert út á hana að setja þannig séð. En þetta kemur hálf hjákátlega út í því samhengi sem ég nefndi. Legg ég því til, að þú skilir því til Álfheiðar, að vinsamlegast afhenda þau gögn, sem hún kann að hafa um Ólaf Friðriksson, til Landsbókasafnsins, Handritadeildar. Kveða SGB  

Snorri Bergz, 16.12.2006 kl. 15:17

3 Smámynd: Snorri Bergz

MISMINNI MITT, AFSAKIÐ: Nú klikkaði minnir í mér algjörlega og biðst ég afsökunar á þessu. Eitthvað hafði slegið úr fyrir mig og ég misskilið svar Álfheiðar illilega og trúað flökkusögum um, að hún eigi að hafa þessi gögn undir höndum. Samskipti okkar með email höfðu týnst, en Álfheiður hefur nú tekið af allan vafa um, að þarna hafi ég orðið fyrir slæmu misminni. Bið ég því Álfheiði afsökunar á þessu og dreg orð mín til baka;  ét ofaní mig þessar ósönnu athugasemdir, sem falla niður dauðar og ómerkar. SGB

Snorri Bergz, 16.12.2006 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband