Efnahagshrunið dregur úr lífsgæðum

Ætli það sé ekki nær að segja að efnahagshrunið í haust muni draga úr lífsgæðum hér á landi næstu misseri og ár.  Icesave skuldbindingin sem slík er vissulega grábölvuð en af hverju er Morgunblaðið og aðrir fjölmiðlar ekki að fjalla um kostnað þjóðarbúsins af efnahagshruninu sem slíku?  Af hverju er ekki verið að fjalla um það hvað við Íslendingar þurfum að blæða fyrir vegna óstjórnar og fullkomins sinnuleysis stjórnvalda undanfarinna ára?  Af hverju útrásinni var leyft að binda þjóðinni slíka bagga?  Eru fjölmiðlar að spyrja réttu spurninganna?  Eða eru þeir of tengdir útrásarliðinu og pólitískum bandamönnum þeirra?  Er nema von að spurt sé?
mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband