19.12.2006 | 12:45
Femínisminn, Sóley og Björn Ingi
Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, fjallar um skrif Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs um femínismann á bloggsíðu sinni. Ég get tekið undir sjónarmið Sóleyjar um að engu er líkara en að Björn Ingi leitist við að vera fyndinn í umfjöllun sinni, en sú fyndni fer þó að mestu fyrir ofan garð og neðan, a.m.k. í augum okkar sem teljum okkur vera femínistar.
Tilefni skrifa Björns Inga eru þau að nú hafa nokkrir karlkyns frambjóðendur úr röðum Vinstri grænna ákveðið að afþakka boð um að verða fluttir upp um sæti á framboðslistum og tiltekið femínískar ástæður fyrir þeirri ákvörðun. Nú kann vel að vera að það viðhorf sem endurspeglast í afstöðu þessara ágætu frambjóðenda Vinstri grænna, sé fullkomnlega framandi fyrir stjórnmálamönnum úr röðum annarra flokka. En það er hins vegar staðföst sannfæring okkar í VG að það sé eðlilegt og sjálfsagt og í raun brýnt viðfangsefni, að jafna hlut kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum. Nú hallar mjög á konur í því sambandi eins og kunnugt er. Ráðið við því er að sjálfsögðu að grípa til sérstakra ráðstafana til jafna hlut kynjanna og við Vinstri græn höfum farið þá leið að tefla fram svokölluðum fléttulistum, bæði til sveitarstjórna og Alþingis. Í nokkrum tilvikum hefur niðurstaða forvala orðið sú að konur hafa raðað sér í framvarðarsveitina, sem er öndvert við það sem við sjáum hjá öðrum flokkum. Og þegar staðan er sú að hlutur kvenna er miklu rýrari en hlutur karla á Alþingi er það algerlega í takt við okkar sjónarmið og stefnu að karlar afþakki boð um láta lyfta sér upp í sæti sem konur hafa unnið í forvali.
Þetta er gott dæmi um að menn í okkar röðum láta orð og athafnir fara saman. Gæti verið ýmsum öðrum til eftirbreytni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst flott hvernig þið í Vinstri Grænum hugið að kynjahlutfalli og tek undir ósk um að það verði öðrum til eftirbreytni. Einnig vil ég hrósa ykkur fyrir framkvæmd prófkjörsins, það var sniðugt að hafa prófkjör fyrir mörg kjördæmi saman, það þjappar fólki saman um málefnin en rekur ekki fleyg milli landshluta. Það er gott fyrir okkur sem störfum í öðrum flokkum að viðurkenna hvað gott er gert á einum stað og reyna að læra á því.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.12.2006 kl. 13:17
Mér finnst þetta æðislegt!!!
Þarna sannið þið að jafnrétti er ekki orðin tóm
Ég orðin svo þreytt á innantómum femínisma, sérstaklega frá Framsókn.
Árni; ég hef fylgst með þér frá því þú varst í fyrsta R-lista og þú varst frábær.
Skil ekki hvað þessi framsóknardrusla er að flækjast hér.
ÁRNI þú er frááááábææær!!!!
Alla (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.