19.12.2006 | 23:47
Borgarstjórn styður tillögur Vinstri grænna
Umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2007 er nú á lokapsrettinum. Borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa lagt fram nokkrar mikilvægar breytingartillögur við frumvarp meirihlutans.
Nú rétt í þessu kom fram í máli borgarstjóra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hygðust styðja tvær breytingartillögur frá okkur Vinstri grænum, nefnilega tillögu um aukið framlag til framkvæmdasviðs til að bæta aðgengi fatlaðra að byggingum borgarinnar (5 mkr.) og tillögu um aukið framlag til menningar- og ferðamálasviðs til að vinna úttekt og rannsóknir á Reykjanesfólkvangi með það fyrir augum að byggja upp öflugt og aðlaðandi ferðamannasvæði þar.
Þessari afstöðu meirihlutans ber að fagna enda þótt hann hefði gjarnan mátt ganga lengra og styðja aðrar tillögur okkar, ekki síst um ráðningu jafnréttisráðgjafa til borgarinnar, en málflutningur fulltrúa meirihlutans ber vott um lítinn skilning á mannréttinda- og kvenfrelsismálum. Kemur kannski ekki á óvart.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.