Löngum borgarstjórnarfundi lokið

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur setið á fundi síðan kl. 10 í morgun, þriðjudag.  Frumvarp meirihlutans að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 var samþykkt með 8 atkvæðum meirihlutans en 7 fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

Eins og ég hef þegar greint frá hér fyrir neðan voru samþykktar tvær tillögur frá okkur í Vinstri grænum.  Tillaga okkar um aukið framlag til Strætó bs. til að koma á 10 mínútna tíðni á nýjan leik var hins vegar felld með 8 atkvæðum gegn 3.  Fjórir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá.  Af því tilefni lögðum við Vinstri græn fram svofellda bókun:

"Það er dapurlegt að meirihluti borgarstjórnar skuli ekki taka undir tillögu Vinstri grænna um að efla almenningssamgöngur í Reykjavík.  Afstaða Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks kemur út af fyrir sig ekki á óvart en hjáseta Samfylkingarinnar veldur vonbrigðum."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband