Hreinar línur - já takk!

Nýjasta skoðanakönnun Capacent/Gallup sýnir að línurnar eru að verða býsna hreinar í íslenskum stjórnmálum.  Annars vegar standa stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, fastir í viðjum stóriðjustefnunnar, vaxandi misskiptingar og óréttlætis.  Hins vegar eru Vinstri græn og Samfylkingin sem boða jöfnuð, réttlæti, umhverfisvernd, endurreisn efnahagslegs stöðugleika og breytta utanríkisstefnu.  Aðrir flokkar komast ekki á blað.

Það eru um margt áhugaverðar vísbendingar sem við sjáum í þessari könnun.  Línurnar eru óvenjuskýrar.  Sterk staða Sjálfstæðisflokksins getur hins vegar orðið til þess að stjórn þeirra með Framsóknarflokki, sem varað hefur í 12 ár (og 16 ár hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar) sitji áfram.  Það er áreiðanlega ekki það sem þjóðin vill.Nú er hins vegar lag til að berjast fyrir hreinum stjórnarskiptum.  Samfylkingin lagar stöðu sína frá undanförnum könnunum og Vinstri græn eru að ríflega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum.  Nú vantar aðeins herslumuninn að þessir tveir flokkar geti myndað starfhæfa ríkisstjórn.  Að því verður að vinna öllum árum.


Bloggfærslur 22. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband