Hreinar línur - já takk!

Nýjasta skoðanakönnun Capacent/Gallup sýnir að línurnar eru að verða býsna hreinar í íslenskum stjórnmálum.  Annars vegar standa stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, fastir í viðjum stóriðjustefnunnar, vaxandi misskiptingar og óréttlætis.  Hins vegar eru Vinstri græn og Samfylkingin sem boða jöfnuð, réttlæti, umhverfisvernd, endurreisn efnahagslegs stöðugleika og breytta utanríkisstefnu.  Aðrir flokkar komast ekki á blað.

Það eru um margt áhugaverðar vísbendingar sem við sjáum í þessari könnun.  Línurnar eru óvenjuskýrar.  Sterk staða Sjálfstæðisflokksins getur hins vegar orðið til þess að stjórn þeirra með Framsóknarflokki, sem varað hefur í 12 ár (og 16 ár hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar) sitji áfram.  Það er áreiðanlega ekki það sem þjóðin vill.Nú er hins vegar lag til að berjast fyrir hreinum stjórnarskiptum.  Samfylkingin lagar stöðu sína frá undanförnum könnunum og Vinstri græn eru að ríflega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum.  Nú vantar aðeins herslumuninn að þessir tveir flokkar geti myndað starfhæfa ríkisstjórn.  Að því verður að vinna öllum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Presturinn

Sæll Árni. Ég geri ráð fyrir því að þú sért að staðfesta það að VG hafi enga stefnu í skattamálum með að svara ekki þeirri spurningu í síðasta bloggi þínu. Það er gott og vel og í takt við þann reyk og svima sem þið vaðið almennt í öllum málum.

Ég verð að mótmæla því sem kemur fram hjá þér að ofan. Mér sýnist stjórnin standa fyrir stöðuleika, trúverðugleika, mannúð, mannréttindi og sanngirni. VG og S standa svo fyrir afturhvarf, glundroða, samhengisleysi, stefnuleysi, valdagræðgi og óheiðarleika.

Þið vitið ekkert hvað þið ætlið að gera eða hvernig þið ætlið að gera það. Flokkur sem veit t.d. ekki hvernig hann ætlar að fjármagna starfsemi ríkisvaldsins er ekki upp á marga fiska og á enga hátt trúverðugur.

Presturinn, 23.4.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Og mér sýnist presturinn lifa í eilífri sjálfsblekkingu. Kannski sér hann sýnir líka. En hann getur líka, ef hann nennir, farið á vg.is og fengið svar við spurningum sínum. Eitt er víst, að VinstriGræn vilja ekki reka ríkissjóð á þenslu eins og núverandi stjórnarflokkar. Einar Oddur, helsti vitringur þeirra, var í vetur farinn að tala um að nota þyrfti símapeningana til að fjármagna ríkissjóð eftir að þenslutímabilinu lýkur. Ekki ber það nú vitni ábyrgri stefnu í skatta- og fjármálum ríkisins, ef þjóðín þarf að "éta" upp eignir sínar, þegar loks kemst á jafnvægi í efnahagslífinu. Kannski er ríkissjóður, einsog fíkill, orðinn háður þenslu og veslast upp án hennar? Spyrjum Einar Odd.

Auðun Gíslason, 23.4.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Presturinn

Ekkert rugl Auðunn! Það kemur ekkert fram á vg.is um stefnu ykkar í skattamálum utan þess að þið viljið hæka fjármagnstekjuskatt en halda heildaar tekjum ríkissjóð þeim sömu! Þetta er ekki svar. ´Fjármagnstekjuskattur er þannig að þegar þú hækkar hann þá færðu af honum minni tekjur þar sem að þú hrekur burt fjármagn. Þetta þýðir að þú þurfir að hækka aðra skatta til að bæta þér upp tapið af fyrri hækkun. . hvar verður það gert?? Hvað mun þetta kosta?? þetta er stefnuleysi! Ég held að það sé kominn tími á stefnu hjá VG!! Fólk á rétt á því að vita hvað stærsti vinstri flokkur landsins ætlar sér að gera. !!

Presturinn, 24.4.2007 kl. 08:40

4 Smámynd: Presturinn

Sæll Árni. . mér finnst það svakalega lélegt af þér og þínum flokki að geta ekki svarað einfaldri spurningu um stefnu ykkar í skattamálum af neinu viti. ég hef nú ekki alltaf verið sammála þér en ég gat amk alltaf borið virðingu fyrir þér sem stjórnmálamanni

Presturinn, 25.4.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband