Verðskuldaður heiður

Ragnar Bjarnason söngvari var í dag útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2007.  Ragnar er vel að þessum heiðri kominn, hann hefur í meira en hálfa öld glatt unga sem aldna með list sinni.

Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í ákvörðuninni um borgarlistamann sem fulltrúi í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur, en ráðið ákveður hver verður fyrir valinu ár hvert.  Ekki voru allir fulltrúar í ráðinu á sama máli en það er önnur saga.  Ég óska Ragnari til hamingju með útnefninguna.


mbl.is Raggi Bjarna er borgarlistamaður Reykjavíkur 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband