Verðskuldaður heiður

Ragnar Bjarnason söngvari var í dag útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2007.  Ragnar er vel að þessum heiðri kominn, hann hefur í meira en hálfa öld glatt unga sem aldna með list sinni.

Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í ákvörðuninni um borgarlistamann sem fulltrúi í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur, en ráðið ákveður hver verður fyrir valinu ár hvert.  Ekki voru allir fulltrúar í ráðinu á sama máli en það er önnur saga.  Ég óska Ragnari til hamingju með útnefninguna.


mbl.is Raggi Bjarna er borgarlistamaður Reykjavíkur 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Flott hjá þér Árni!

Ásgeir Rúnar Helgason, 17.6.2007 kl. 19:41

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Um hvað voru þeir ósammála? Það væri fróðegt að vita.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.6.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Tja, veit ekki alveg, en fulltrúar Samfylkingarinnar völdu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Árni Þór Sigurðsson, 18.6.2007 kl. 08:29

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mæltu manna heilastur.

Svo er í raun mikilvert, að viðhalda nafni okkar ´stsæla tónskáldi, sem samdi mörg ógleymanleg lög um Miðborgina mína.

Hann Fúsi minn Halldórs strauk Gígjuna svo að seint mun gleymast.

Lög á borð við  ,,Við Vatnsmýrina" eru klár meistarastykki.

Ekki svo að skilja, að við væarum að stela bæjarlistamanni af Kópavogsbúum, þó svo við reistum svo sem eina hörpu við Vatnsmúrina til minningar um Miðborgartónskáldið okkar.

Annars var ekki við öðru að búast af þér en að þú fylgdir sannfæringu þinni, hvort sem meiri eða minnihluti leggur fram málin.

Hafðu hugheilar þakkir fyrir sanna framkomu í alflestum málum, sem á þittt borð lendir.

 Kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 18.6.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband