5.6.2007 | 11:17
Jómfrúarræða á Alþingi
Í gær flutti ég svokallaða jómfrúarræða á Alþingi, en það er fyrsta ræða sem nýr þingmaður heldur. Á dagskrá var frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um Stjórnarráðið.
Tillaga stjórnarinnar er að sameina landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti og að flytja tryggingamál frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis. Einnig er lagt til að heimilt verði að sameina ráðuneyti án lagabreytinga. Í raun eru þessar breytingar ekki stórfelldar í sjálfu sér, nema ákvæðið um að með forsetaúrskurði sé hægt að sameina ráðuneyti. Þar er í raun brotið blað, því allt frá því Bjarni Benediktsson beitti sér fyrir setningu stjórnarráðslaga árið 1969, hefur fjöldi og heiti ráðuneyta verið bundið í lögum. Það var gert til að koma sæmilegu skikki á stjórnsýsluna og til að tryggja vissan stöðugleika. Engin sérstök rök eru fyrir þessari breytingu, því eftir sem áður er hægt að flytja málaflokka milli ráðuneyta með reglugerð.
Það sem vekur sérstaka athygli er að ríkisstjórnin hyggst ráðast í umfangsmiklar breytingar á stjórnarráðinu fyrir utan þær breytingar sem lagafrumvarpið sýnir, eða það var amk. boðað við myndun stjórnarinnar. Þær breytingar eru hins vegar hvergi sýnilegar og algerlega óeðlilegt að ræða stjórnarráðsbreytingar án þess að hafa heildarmyndina til hliðsjónar.
Ræðu mína um málið má lesa hér á síðunni.
![]() |
Forsætisráðherra fái vald til að fækka ráðuneytum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |