Næst besti kosturinn á ballinu!

"Bakkafjöruhöfn er næst besti kosturinn en það er orðið vinsælt hjá ráðamönnum þjóðarinnar að velja næst besta kostinn á ballinu."  Þetta eru ummæli stjórnarþingmannsins Árna Johnsen í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að ýta öllum frekari vangaveltum um jarðgöng til Vestmannaeyja út af borðinu.

Án þess að fara meira út í umræðu um Vestmannaeyjagöngin þá vekja þessi ummæli Árna Johnsen nokkra athygli.  Hér er á ferðinni stjórnarþingmaður, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem vann þar góðan sigur í prófkjöri flokksins.  Það er ekki hægt að skilja ummæli hans öðruvísi en að hann sé að vísa til ákvörðunar formanns flokksins að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni.  Í augum Árna var Samfylkingin alls ekki sætasta stelpan á ballinu svo vitnað sé í fræg ummæli forsætisráðherra, en hún gerir augljóslega sama gagn!  Hvernig ætli Samfylkingarfólki þyki þessi sending frá samherja í stjórnarliðinu?


mbl.is Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband