Næst besti kosturinn á ballinu!

"Bakkafjöruhöfn er næst besti kosturinn en það er orðið vinsælt hjá ráðamönnum þjóðarinnar að velja næst besta kostinn á ballinu."  Þetta eru ummæli stjórnarþingmannsins Árna Johnsen í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að ýta öllum frekari vangaveltum um jarðgöng til Vestmannaeyja út af borðinu.

Án þess að fara meira út í umræðu um Vestmannaeyjagöngin þá vekja þessi ummæli Árna Johnsen nokkra athygli.  Hér er á ferðinni stjórnarþingmaður, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem vann þar góðan sigur í prófkjöri flokksins.  Það er ekki hægt að skilja ummæli hans öðruvísi en að hann sé að vísa til ákvörðunar formanns flokksins að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni.  Í augum Árna var Samfylkingin alls ekki sætasta stelpan á ballinu svo vitnað sé í fræg ummæli forsætisráðherra, en hún gerir augljóslega sama gagn!  Hvernig ætli Samfylkingarfólki þyki þessi sending frá samherja í stjórnarliðinu?


mbl.is Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Árni, þetta er einmitt ástæðan fyrir því að íhaldið gat ekki tekið frammarana með í nýja stjórn. Nafni þinn hefði nefnilega geta hótað stjórnarfalli til að kúga út göng til eyja. Þetta vissum við þó nokkuð mörg fyrirfram.

Stjórnarmeirihlutinn núna er svo rúmur að það hindrar ekkert Geir og Sollu að gera það sem þau tvö eru ásátt um, það skiptir engu hverjir eru með uppsteyt hverju sinni.

Haukur Nikulásson, 29.7.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Fyrst vil ég segja að álit mitt á Seinunni Valdísi formanni samgöngunefndar er alltaf að aukast. Hún þorir þó að segja eitt og annað frá eigin brjósti þó það falli ekki alltaf í kramið... séstaklega ekki núna hjá Vestmanneyingum. Það á bara að einhenda sér í höfn við Bakkafjöru og slá þessi göng hans Árna Johnsen af "að sjómannasið".  En segið mér annars gangnasinnar; Hvað gerðu göng fyrir eyjaskeggja sem góð höfn og ferja við Bakkafjöru getur ekki leyst með ásættanlegum hætti?

Varðandi þetta "sæta" þá verður höfnin og ferjan tvímælalaust fallegra ásýndum en "göngin" sem öll eru eins þegar inn er komið.

Atli Hermannsson., 29.7.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband