Vinstri sveifla - Samfylking og Vinstri græn með meirihluta

Ný skoðanakönnun í Fréttablaðinu er athyglisverð fyrir margra hluta sakir.  Hún sýnir glögglega vinstri sveiflu í samfélaginu.  Hvort sem litið er á stöðuna á landsvísu eða í höfuðborginni sérstaklega, er ljóst að kjósendur eru að gefa stefnuljós til vinstri.

Ríkisstjórnarflokkarnir tveir halda samanlagt svipuðu fylgi og þeir fengu í kosningum þótt hlutfall þeirra innbyrðis breytist.  Samfylkingin tekur fylgi af Sjálfstæðisflokknum.  Þetta þarf ekki að koma á óvart meðan stjórnin er á fyrsta ári.  Hvað stjórnarandstöðuna varðar þá höldum við Vinstri græn vel sjó og erum aðeins yfir kjörfylginu sl. vor og bættum við okkur einu þingsæti ef kosið yrði nú.  Samkvæmt könnuninni fengju Samfylking og Vinstri græn samanlagt 33 þingmenn en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fengju 30 þingmenn.  Frjálslyndir falla út ef marka má könnunina. 

Vissulega eru þetta nokkur tíðindi.  Vanhugsuð meirihlutaskipti í borginni valda áreiðanlega miklu um að Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi og á sama hátt nýtur Samfylkingin þess.  Það er ekki hægt að lesa aðra niðurstöðu út úr þessari könnun en að kjósendur vilji koma á vinstri stjórn, vilji að þeir sem standa fyrir jöfnuði og réttlæti taki höndum saman hvar sem mögulegt er.  Þótt Samfylking og Vinstri græn séu nú í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa oddvitar flokkanna þar náð góðri samstöðu sín í milli um að halda hópinn í prýðilegri sátt við Framsókn og Margréti Sverrisdóttur.  Vitaskuld eru tækifæri til þess líka í landsstjórninni.  Lykillinn að því liggur hjá Samfylkingunni.  Vonandi er það bara tímaspursmál hvenær hún áttar sig á skilaboðunum frá kjósendum.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband