Friðþæging forsetans

Hinn nýkjörni forseti Alþýðusambandsins hefur áhyggjur af draumaríkisstjórn sinni.  Hann skynjar óróleikann og friðþæging hans felst í því að skipta út tveimur ráðherrum.

En það má ekki fyrir nokkurn mun kjósa, þjóðin gæti nefnilega tekið það upp hjá sér að skipta um ríkisstjórn.  Og það finnst forseta Alþýðubandsins, verkalýðsleiðtoganum, ekki gott.  Skiptir þá engu þótt þúsundir Íslendinga, þ.á.m. félagsmenn í ASÍ, mótmæli ríkisstjórninni hástöfum og krefjist kosninga.

Hvernig væri að forsetinn hlustaði á landsmenn í stað þess aðð standa vörð um handónýta ríkisstjórn, ríkisstjórn sem ber ábyrgð á mistökum Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og sjálfu hruni efnahagskerfisins á Íslandi.  Hvar í veröldinni gæti slík ríkisstjórn setið áfram eins og ekkert hefði í skorist?


mbl.is Ríkisstjórnin stokki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband