Friðþæging forsetans

Hinn nýkjörni forseti Alþýðusambandsins hefur áhyggjur af draumaríkisstjórn sinni.  Hann skynjar óróleikann og friðþæging hans felst í því að skipta út tveimur ráðherrum.

En það má ekki fyrir nokkurn mun kjósa, þjóðin gæti nefnilega tekið það upp hjá sér að skipta um ríkisstjórn.  Og það finnst forseta Alþýðubandsins, verkalýðsleiðtoganum, ekki gott.  Skiptir þá engu þótt þúsundir Íslendinga, þ.á.m. félagsmenn í ASÍ, mótmæli ríkisstjórninni hástöfum og krefjist kosninga.

Hvernig væri að forsetinn hlustaði á landsmenn í stað þess aðð standa vörð um handónýta ríkisstjórn, ríkisstjórn sem ber ábyrgð á mistökum Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og sjálfu hruni efnahagskerfisins á Íslandi.  Hvar í veröldinni gæti slík ríkisstjórn setið áfram eins og ekkert hefði í skorist?


mbl.is Ríkisstjórnin stokki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"En það má ekki fyrir nokkurn mun kjósa, þjóðin gæti nefnilega tekið það upp hjá sér að skipta um ríkisstjórn."

Hér verður engin ríkisstjórn mynduð án Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar. Hvaða stjórn sérð þú fyrir þér að loknum kosningum?

Kjósum haustið 2009.

Björn Birgisson, 27.11.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Jón Sigurðsson

Þetta var ágætis athugasemd hjá Birni. Er líklegt að þú , Jón Bjarnason og Steingrímur Joð sem eru allir á móti ESB hafi eitthvað betra til málanna að leggja. Er ekki mikilvægast að koma þjóðfélaginu í jafnvægi og leggja svo af stað með ósk um nýtt umboð. Ef kosið verður strax þá er ekkert nýtt í boði. Gefum þeim sem telja að þeir hafi eitthvað til málanna að leggja tækifæri til að koma sér á framfæri.

Jón Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Mikið er ég sammála þér Jón.Þessir græningjar(V-Grænir)geta ekki og hafa ekkert til málanna að leggja.Steingrímur er öskrandi eins og brjálaður tarfur,þegar hann kemur í ræðustól Alþyngis,og svo eru hann og Ögmundur kallandi fram í,þegar aðrir eru í ræðustól.Þessir menn ættu að skammast sín.

Hjörtur Herbertsson, 27.11.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Ég er algerlega sammála Birni, Jóni og Hirti, ég stórefa að nokkur flokkur vilji fara í stjórnarsamstarf með VG. þeir eru yfirleitt á móti öllum framförum í atvinnuuppbyggingu sem skapar þjóðinni gjaldeyri. Móti ESB, móti evru, þeir eru búnir að mála sig út í horn.

Gísli Már Marinósson, 27.11.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Við erum að sjálfsögðu fylgjandi öllum góðum málum, en við hikum ekki við að leggjast gegn ruglinu sem nú hefur stýrt þjóðarskútunni í strand.  Og við viljum ekki að strandkapteinninn haldi áfram um stýrið.  Ég tel einsýnt að næsta ríkisstjórn verði skipuð Samfylkingu og Vinstri grænum og tel ekki að þessi flokkar eigi í erfiðleikum með að ná samkomulagi um þau mál sem sannarlega verða á borði næstu ríkisstjórnar.  Því fyrr því betra.

Árni Þór Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 19:44

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Kosningar næsta vor er ekki alvitlaust.  Samt tel ég þörf á því að nýjum stjórnmálaöflum takist að koma fram og hasla sér völl.  Gömlu flokkarnir hafa hlaupið sitt skeið.  Núna þurfum við eitthvað nýtt, nýja hugsun og þátttöku fleiri hópa samfélagasins; aldraðra, ungra, námsmanna, verkamanna (láglaunafólksins sem með þrælslund hafa kosið sjálfsstæðisflokk í áratugi), öryrkja og langveikra...  allir eiga að hafa rödd.   Burt með gömlu flokkana og kjósum svo þegar lag er.

Baldur Gautur Baldursson, 30.11.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband