Batnandi fólki er best að lifa.... - eða þannig sko!

Nú nokkrum vikum eftir að ég lagði fram tillögu um þetta efni á Alþingi, með stuðningi þingmanna úr öllum flokkum, taka borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins við sér og leggja hið sama til í borgarstjórn.  Reyndar lögðu minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn líka fram sambærilega tillögu í kjölfar þingsályktunartillögu minnar og var henni vísað til umsagnar umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur.  Virðist sem tillaga Sjálfstæðismanna nú sé úrvinnsla á tillögu minnihlutans.

Svo gerist það að borgarstjórinn í Reykjavík, Ólafur F. Magnússon, lætur fresta afgreiðslu tillögu meirihlutans, rétt eins og hann sé ekki hluti hans eða að hann hafi ekki verið hafður með í ráðum.  Er því jafnvel haldið fram að borgarstjórinn telji ekki að einhvers konar lestarsamgöngur séu hagkvæmur kostur í samgöngumálum Reykvíkinga.  Hvað er nú orðið af umhverfissinnanum Ólafi F. Magnússyni sem gekk úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með áherslur flokksins í umhverfismálum?  Engu er líkara en endaskipti hafi verið höfð í þessum ranni.  Ólafur afhjúpar sig sem helsta talsmann meiri og hraðari bílaumferðar og þar með mengunar og lakari lífsgæða í borginni.  Hann er því miður alveg kominn út af sporinu.


mbl.is Vilja skoða lestakerfi í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvers megna ungliðarnir?

Þetta er fín afstaða ungra jafnaðarmanna, en hversu megnug eru þau?  Mun stóri flokksi taka mark á afstöðu þeirra eða verður afstaða þeirra bara notuð sem "hreina samviskan" þegar á þarf að halda?
mbl.is Ungir jafnaðarmenn andvígir álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband