Batnandi fólki er best að lifa.... - eða þannig sko!

Nú nokkrum vikum eftir að ég lagði fram tillögu um þetta efni á Alþingi, með stuðningi þingmanna úr öllum flokkum, taka borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins við sér og leggja hið sama til í borgarstjórn.  Reyndar lögðu minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn líka fram sambærilega tillögu í kjölfar þingsályktunartillögu minnar og var henni vísað til umsagnar umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur.  Virðist sem tillaga Sjálfstæðismanna nú sé úrvinnsla á tillögu minnihlutans.

Svo gerist það að borgarstjórinn í Reykjavík, Ólafur F. Magnússon, lætur fresta afgreiðslu tillögu meirihlutans, rétt eins og hann sé ekki hluti hans eða að hann hafi ekki verið hafður með í ráðum.  Er því jafnvel haldið fram að borgarstjórinn telji ekki að einhvers konar lestarsamgöngur séu hagkvæmur kostur í samgöngumálum Reykvíkinga.  Hvað er nú orðið af umhverfissinnanum Ólafi F. Magnússyni sem gekk úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með áherslur flokksins í umhverfismálum?  Engu er líkara en endaskipti hafi verið höfð í þessum ranni.  Ólafur afhjúpar sig sem helsta talsmann meiri og hraðari bílaumferðar og þar með mengunar og lakari lífsgæða í borginni.  Hann er því miður alveg kominn út af sporinu.


mbl.is Vilja skoða lestakerfi í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Árni Þór,  ætlar Ólafur ekki bara að byggja nýjan miðbæ við Geirsnef og stytta þannig flestar leiðir borgarbúa? Að mínu viti er engin önnur leið sem stenst umhverfismat.

Sturla Snorrason, 14.3.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ástæða er til að ætla, að vinstri mönnum lítist illa á að vaða í öllum þeim hundaskít sem nú er samansafnaður á Geirsnefi. Því hafi þeim fremur dottið í hug jarðgöng fram hjá þeeim ósköpum!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 14.3.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er vel að það er samstíga áhugi allra flokka um bættar samgöngur hér á landi og þá sér í lagi fyrir suðvestur horn landsins. Ekki veit ég hvað kom skyndilega upp á hjá Ólafi F. Magnússyni núna á 11 stundu nema þá að mig grunar að þær fréttir sem dunið hafa á fjölmiðlum síðustu 2 dagana séu að undirlægi Sjálfstæðismanna sem hafa þá líklega alveg gleymt að láta umræddan Ólaf vita.

Lesa má áhugaverða umræðu hér um málið:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/474061/

Svo er annað, gæti verið að ákveðin stór flokkur sé klofin í afstöðu sinni til málsins, en Mbl þegir þunnu hljóði um málið - hvernig sem á því stendur.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.3.2008 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband