Heimsókn í Borgarfjörðinn

Á miðvikudaginn kemur verð ég gestur á Aðalfundi Vinstri grænna í Borgarbyggð.  Fundurinn verður haldinn í Hyrnunni í Borgarnesi og hefst kl. 20.00.  Það er mér sérstök ánægja að Borgfirðingar hafi boðið mér að koma og ræða um stjórnmálin, enda af mörgu að taka um þessar mundir: efnahagsmál, samgöngumál, heilbrigðismál, umhverfismál o.fl.

Héraðsblaðið Skessuhorn greinir frá fundinum í dag og má lesa frétt um málið hér.  Að fundinum loknum mun ég svo halda með fjölskyldu minni í sveitasæluna í Reykholtsdalnum þar sem við eigum gott athvarf úr önnum hversdagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Borgarfjörðurinn er alltaf yndislegur: óvenjufríður með fjölbreyttu mannlífi þar sem mikil saga hefur orðið.

En í Borgarfiði þarf að sem víða að huga betur að náttúrunni:

Andakílsárvirkjun var barn síns tíma þegar sveitirnar voru rafvæddar. Nu er sá tími löngu liðinn og landsfeðurnir rafvæða fyrst og fremst fyrir þá sem vilja setja niður stóriðju hingað og þangað í landinu. Kannski til að útvega sér atkvæði, kannski að krækja sér í milljónir í kosningasjóðinn, hver veit hvað að baki býr.

Þessi meira en 60 ára gamla virkjun hefur haft ótrúlega breytingu á umhverfi sínu. Lífkerfi Skorradalsvatns er nú allt í rugli sökum þess að Skorradalsvatnið er nýtt sem uppistöðulón. Þó svo að vatnsyfirborðið hækki eða lækki innan við 2 metra þá hefur þetta haft ótrúlegar breytingar í för með sér. Veiði hefur orðið nánast engin síðan stíflan var hækkuð fyrir nær 40 árum. Þá voru bændum greiddar einhverjar bætur sem miðuðust við landnýtinguna þá, þ.e. bætur fyrir skertan haga fyrir kindur og kýr. Bætur sem mörgum þættu allt að því hlægilega lágar, jafnvel móðgun.


Þessir samningar sem forsvarsmenn virkjunarinnar gerðu við bændur á sínum tíma virðast hvergi vera til nema í afritum hjá einstaka hirðusömum bændum. Hvergi finnast þessir samningar nú í skjalasöfnum, hvorki Orkuveitu Reykjavíkur sem nú á og rekur Andakílsárvirkjun né Héraðsskjalasafni Borgfirðinga í Borgarnesi, þrátt fyrir mikla leit. Í millitíðinni eru komnir aðrir hagsmunir, hagsmunir fólks sem keypt hafa sér dálitlar spildur í sveitasælunni og vilja gjarnan nýta sér hana sem best. En þegar vatnssöfnun vegna virkjunarinnar er mikil á haustin og á vetrum er „Adam ekki lengur í paradís“: þegar vatnsstaðan er há og mikil vatnsveður ganga yfir gengur aldan á land og brýtur niður vatnsbakkana. Víða hafa bátaskýli verið byggð og er þrautin þyngri fyrir þá sem hyggjast nýta sér þau, þegar allt að tæpur metri lands hefur skolast burt! Þá eru göngustígar meðfram Skorradalsvatni undir vatni og því með öllu ófærir.

Sjálfur hefur Mosi þurft að sjá eftir rönd neðan af spildu sinni. Bakkinn er núna um metri á hæð og stöðugt nagast af honum. Orkuveitumenn berja sér á brjóst, bera fyrir sig landsigi sem á að eiga sér stað en hvað það verður næst er ekki auðvelt að segja.

Þessi mál þurfa þingmenn höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands að skoða gjörla með það í huga að koma lögum yfir þá sem ráða vatnshæð Skorradalsvatns. Lífríki Vatrnsins þarf að færa afur í fyrra horf að nýju en fyrir 5 árum birtist skýrsla um lífríki Skorradalsvatns að milligöngu Náttúrufræðistofu Kópavogs sem tók að sér að það verkefni að rannsaka lífríki Skorradalsvatns. Þar var kveðið allfast að orði að ástæða væri til að þessi mál þyrfti að rannsaka betur.

Allt stendur á Orkuveitunni sem helst af öllu vill reka Andakílsárvirkjun áfram í óbreyttri mynd. Rekstrarforsendur í dag miðast fyrst og fremst að virkjun þessi sem er 9MW uppsett afl að stærð er rekin sem toppstöð, þ.e. þar er aðeins framleitt rafmagn þegar þörf er á en ekki þegar aðstæður á Skorradalsvatni til slíks eru sem hagstæðar.

Árni Þór: leyfi mér að vekja athygli þína á Andakílsárvirkjun og skaða þeim sem hún veldur á lífríki og umhverfi Skorradalsvatns sem og allra glöggra þingmanna og annarra sem málið varðar.

Hér er mjög mikilsvert málefni tengdu umhverfi okkar og náttúru sem þarf að taka á og því fyrr, þess betra!

Mosi - alias

(gudjon.jensson@visir.is) 

Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband